Frétt

mbl.is | 19.12.2006 | 08:33Páfagarður vill stofna fótboltalið

Minnsta og fámennasta ríki heims, Vatíkanið í Róm, eða Páfagarður, hefur hug á að koma sér upp fótboltaliði. Ríkisstjórinn og kardinálinn Tarcisio Bertone, sem er næstæðsti maður ríkisins, á eftir páfanum sjálfum, er mikill fótboltaáhugamaður og var á árum áður vanur að lýsa leikjum í sjónvarpi. Bertone telur að Vatíkanið geti búið til mjög frambærilegt lið, fyrst og fremst með því að innlima til sína marga af þeim brasilísku nemum sem stunda nám í kaþólskum fræðum í skólum sem Vatíkanið rekur víða um heim.

"Ég útiloka ekki að við getum þegar fram í sækir teflt fram liði sem væri í fremstu röð og stæðist samanburð við Inter, Roma og önnur lið í ítölsku A-deildinni," sagði Bertone við ítalska fjölmiðla. Hann nýtur stuðnings annars háttsetts kardinála, Fiorenzo Angelini, sem er heitur stuðningsmaður Roma og lýsir oft leikjum í útvarpsstöð Páfagarðs.

Í Vatíkaninu, sem er í miðri Rómarborg, voru aðeins 557 ríkisborgarar um síðustu áramót, þar af 293 sem starfa á vegum þess erlendis. Um þrjú þúsund verkamenn sem þar starfa búa utan "landamæranna" og eru ítalskir ríkisborgarar. Ríkið nær aðeins yfir hálfan ferkílómetra og rúmar því ekki marga fótboltavelli.

Gangi hugmyndir Bertones eftir gæti Vatíkanið hæglega fengið aðild að UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, og teflt landsliði sínu fram í undankeppni heimsmeistaramótsins og Evrópukeppninnar.

Ítalska knattspyrnan hefur átt undir högg að sækja á undanförnum misserum vegna hneykslismála þar sem að lið á borð við Juventus og AC Milan hafa komið við sögu. Áhugi almennings dvínaði á "þjóðaríþróttinni" í kjölfarið en sigur Ítalíu á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi s.l. sumar varð til þess að hvetja Ítali til dáða á knattspyrnusviðinu.

Fari svo að Páfagarður sendi lið til keppni í ítalsku deildinni eru litlar líkur á því að það lið verði bendlað við hneykslismál og óheiðarleika.

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli