Frétt

Kreml.is - Sigurður Pétursson | 18.03.2002 | 13:12Öll þessi gróska

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Ég var fyrir stuttu á frumsýningu leikritsins Gísl eftir írska rithöfundinn Brendan Behan hér á Ísafirði. Það var Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði sem setti upp verkið undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Þarna komu fram rúmlega tuttugu nemendur skólans og léku, sungu og spiluðu þetta þekkta leikverk. Það þarf varla að taka fram að sýningin tókst hið besta í alla staði. Þaulreyndur leikstjóri og góður efniviður leikverksins náðu að töfra fram hæfileika hinna ungu listamanna svo unun var á að horfa og hlýða. Löng tónlistarhefð í bænum endurómaði hér í söng og hljóðfæraleik og kraftur og leikgleði einkenndi sýninguna.
Um sama leyti sá ég í sjónvarpinu að nemendur Verslunarskólans voru enn einu sinni búnir að setja upp metnaðarfulla dans- og söngvasýningu í Borgarleikhúsinu. Síðustu árin hef ég fengið að fylgjast með sýningum Nemendamóts Versló, þar sem ég var kennari. Þar koma fram tugir nemenda sem eyða gríðarlegri vinnu í uppsetningu sýninga með leik, söng og dansi, svo að frægt er orðið. Auk allra þeirra sem vinna bak við tjöldin að uppsetningu, kynningu og aðstoð við að koma sýningunum upp. Þótti okkur kennurum stundum nóg um, þegar dauðþreyttir nemendur, illa lesnir, lágu fram á borðin þegar komið var í skólann að morgni.

Menningarstarf framhaldsskólanna á sér langa hefð, en mér er til efs að það hafi nokkurn tímann staðið með öðrum eins blóma og nú um stundir. Metnaðarfull leikrit og söngleikir eru settir upp í nær öllum framhaldsskólum. Kórar eru starfandi og nemendur halda tónleika, af öllum gerðum, þar sem þeir sýna kunnáttu sína í hljóðfæraleik eða flytja frumsamda tónlist í takt við samtímann. Brot af þessu fáum við að sjá í Gettu betur þáttunum, eða frá Söngvakeppni framhaldsskólanna.

Það virðist engin takmörk fyrir þeim hæfileikum og krafti sem unga fólkið býr yfir. Og nemendur leggja fúslega á sig æfingar, vinnu, strit og basl, til að ná sem bestum árangri. Svo mikil orka fer í menningarstarf nemenda, að við kennarar verðum oft fullir öfundar, og óskum þess hátt og í hljóði að við mættum fá að sjá þó ekki væri nema lítið brot af þessum eldmóði þegar kemur að kennslugreinum skólans. Segir það meir en mörg orð um hefðbundið skólastarf. Þær raddir heyrast stundum, að allt þetta mikla félagsstarf, keppnir og listabrölt taki allan tíma nemenda frá náminu. Hins vegar verða yfirvöld skólanna að viðurkenna að öflugt félagslíf og menningarstarf er einhver besta auglýsing fyrir hvern framhaldsskóla.

Því má heldur ekki gleyma, að þótt námsgreinarnar séu jú mikilvægar fyrir framtíð nemenda, þá er annað kannski enn mikilvægara. Það er sú reynsla, þroski og lífsfylling sem ungt fólk fær við að takast á við verkefni á sviði félagslífs, íþrótta eða lista innan og utan skólanna. Það er gleðilegt að nemendur framhaldsskólanna á Íslandi fái þau tækifæri sem raun ber vitni til að þroska hæfileika sína á hinum ýmsu sviðum. Það mun skila þjóðfélaginu betri og nýtari þegnum, ekki síður en sá skólalærdómur sem lög gera ráð fyrir að sé troðið í ungmennin í skólunum. Af öllu að dæma er framtíð landsins björt, ef við lítum til þessa unga fólks.

-----

Sem minnir mig á þær ólíku aðstæður sem þjóðir heimsins búa við. Meðan ungt fólk á Íslandi setur upp leikrit með dansi, söng og hljóðfæraleik situr önnur þjóð við botn Miðjarðarhafs í herkví. Skriðdrekar, bryndrekar og þyrlur umkringja heimili fólksins og hermenn gráir fyrir járnum ganga hús úr húsi. Smala saman almennum borgurum, eyða opinberum byggingum, skjóta á sjúkrabíla, lækna og hjúkrunarfólk. Þetta er raunverluleikinn á svæðum Palestínumanna innan Ísraels. Hvað ætli palestínsk ungmenni hafi fyrir stafni á kvöldin? Hvaða viðfangsefni ætli þeim þyki mikilverðast að leggja metnað sinn og líf í þessa dagana? Ætli þau séu að setja upp söngleik um ástir og örlö?. Eða hefur þeim verið búin önnur örlög? Og enn spyrja menn sömu spurningarinnar og gert hefur verið síðustu mánuðina: Ætla bandarísk stjórnvöld ekkert að gera til að stöðva drápin á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna? Ætla íslensk stjórnvöld ekkert að segja á meðan hernaðarglæpir stjórnar Sharons verða sífellt grimmilegri?

Sigurður Pétursson

Pistill þessi birtist á Kreml.is 15. mars 2002

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli