Frétt

Leiðari 51. tbl. 2006 | 21.12.2006 | 09:02Við berum öll ábyrgð

Aðventan boðar komu jólanna. Nokkuð sem ætti að vera öllum Íslendingum tilhlökkunarefni. Svo er þó ekki. Hátíðin, sem fjöldinn notar til að gleðja ættingja og vini með góðum gjöfum og hlýjum óskum, veldur mörgum áhyggjum. Væntingarnar sem búið er að byggja upp í kringum jólin eru þeim ofviða. Fögnuðurinn sem vænta mátti að fylgdi jólunum snýst upp í vonleysi og kvíða. Öldum saman var fátækt almenn á Íslandi. Nú eru aðrir tímar. Þjóðin hefur skipað sér á bekk meðal ríkustu þjóða heims. Samt hefur okkur ekki tekist að afmá þennan smánarblett af samfélaginu, fátæktina.

Skömmu fyrir jólafrí þingmanna lagði forsætisráðherra fram skýrslu sem sýndi að á fimmta þúsund barna á Íslandi búi við fátækt. (Nokkuð stórt samfélag miðað við mörg bæjarfélög á landsbyggðinni.) Svo sem við var að búast greinir ráðamenn á um aðferðafræðina við skýrslugerðina og niðurstöður hennar. Sitt sýnist hverjum um hugtakið ,,fátækt“. Og kannski má það huggun kalla að sitthvað hafi færst til betri vegar síðan könnunin, sem skýrsla forsætisráðherra grundvallast á, var gerð. En hvað sem öllum orða- og talnaleikjum líður þá blasir við að með ári hverju eykst eftirspurn eftir aðstoð fyrir jólin hjá svokölluðum hjálparstofnunum. Fram hjá því verður ekki horft.

Kveðjuræða Kofi Annans er hann stóð upp úr stóli framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna var hörð ádrepa á samfélag þjóðanna. Í ræðunni gerði Kofi Annan að umtalsefni lærdóma sem hann hafði dregið af reynslu sinni sem framkvæmdastjóri samtakanna. Í því efni sagði hann meðal annars: ,,Við berum öll sameiginlega ábyrgð á öryggi hvers annars og við berum öll ábyrgð á velferð hvers annars. Við verðum að minnsta kosti að gefa meðbræðrum okkar tækifæri til að eignast hlut í velmegun okkar.“

Orð Kofi Annans hljóta að ýta við okkur. Jafn rík þjóð og Íslendingar eru, getur ekki látið það spyrjast út að mörg þúsund börn, öryrkjar og aldraðir, fái ekki notið hlutdeildar í þeirri velmegun sem þjóðin býr við. Að ekki sé minnst á ,,hópinn sem virðist vera týndur og enginn talar um, það eru börn frá heimilum þar sem allt er í upplausn út af eiturlyfjaneyslu og öðru,“ svo vitnað sé til orða framkvæmdastjóra Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur í Mbl.

Við berum öll ábyrgð. Látum ekki fátæktarumræðuna fyrir hver jól verða eins og söguna endalausu.

Bæjarins besta óskar lesendum sínum nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli