Frétt

bb.is | 18.12.2006 | 06:56Hvetur fólk til að flytja vestur

Grímur Atlason.
Grímur Atlason.

Grímur Atlason, bæjarstjóri Bolungarvíkur skorar á fólk að skoða möguleikana á búsetu utan höfuðborgarsvæðisins og segir framtíðina vera fyrir vestan. Þetta kemur fram í eftirfarandi pistli sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag. „Fyrir stuttu bárust fréttir af aukinni unglingadrykkju í Reykjavík. Leitt var líkum að því að tenging væri á milli samverustunda barna og foreldra og drykkju unglinga. Síðustu árin hefur samverustundum foreldra og barna fækkað. Á sama tíma hafa drykkja og reykingar barna á höfuðborgarsvæðinu aukist. Þetta er merkilegt í ljósi þess að upplýsingar um skaðsemi drykkju og reykinga hafa aldrei verið aðgengilegri. Við höfum aldrei varið jafn miklu og einmitt núna í fræðslu og forvarnir. Meðferðarúrræði eru fjölmörg og félagsþjónusta á höfuðborgarsvæðinu hefur bólgnað út. Grunnskólinn er einsetinn og biðlistar eftir leikskólaplássi eru hverfandi í dag miðað við það sem áður var.

Viðvarandi þensluástand hefur haft umtalsverð áhrif á lífshætti þorra Íslendinga. Aðgangur að lánsfé gerir það að verkum að meðalfjölskyldan er skuldsettari en áður. Eignirnar aukast en greiðslubyrði eykst jafnt og þétt. Íslendingar þurfa því að vinna meira ætli þeir sér að ná að greiða fyrir rándýrt húsnæði á þenslusvæðum og taka þátt í kapphlaupinu. Samvistir barna og foreldra, maka og stórfjölskyldu eru með allt öðrum hætti í dag en þekktist fyrir áratug eða svo.

Fólk hefur reynt að mæta hækkun á húsnæðismarkaði og hraða höfuðborgarinnar með því að flytjast á jaðarsvæði höfuðborgarinnar. Þannig ferðast mörg þúsund manns á milli þéttbýliskjarna í kringum höfuðborgina á leið sinni til og frá vinnu hvern dag. Eins og umferðarþróun hefur verið síðustu árin má ætla að fjöldi manna eyði hátt í tveimur klst. í ferðalög vegna vinnu á dag. Íslendingar vinna að meðaltali meira en aðrar þjóðir veraldar. Þegar heim er komið bíður fólks smátúrar í Bónus, með börnin í tómstundastarf og matseld í anda Jóa Fel. Það er því ekki að furða þó samverustundum foreldra og barna fari fækkandi í slíku umhverfi.

Það felast ótal tækifæri á landsbyggðinni. Margir sjá aðeins tækifæri í virkjunum og ferðamennsku en þá er helsti auðurinn eftir – samfélögin sem finnast út um allt land. Með stórkostlegum framförum á sviði fjarskipta og samgangna eru landfræðilegar hindranir á undanhaldi. Störf eru ekki lengur bundin við eina starfsstöð – óstaðbundin störf eru raunverulegur kostur í dag sem fleiri og fleiri fyrirtæki nýta sér. Húsnæðisverð er allt annað og nær raunverulegri kaupgetu fólks en á þenslusvæðunum. Þrýstingur auglýsingasamfélagsins er ekki jafn grímulaus og pressan þar af leiðandi minni.

Í Bolungarvík er samfélag sem byggir á þeirri grunnhugmynd að þjónusta og atvinnulíf sé innan seilingar við heimilið. Tækifæri þeirra fjölskyldna sem eiga þess kost að losna við klafa efnishyggjunnar eru mörg í Víkinni. Öll grunnþjónusta er í 5 mínútna göngufæri fyrir þorra íbúa sveitarfélagsins. Sundlaug, heilsugæsla, íþróttahús, grunnskóli, leikskóli, félagsheimili, kaffihús, bókasafn, sýslumaður, verslun, bensínstöð og bankaútibú – allt í 5 mínútna göngufæri. Sveitarfélagið greiðir götu fyrirtækja sem vilja sækja til bæjarins. Góð aðstaða er til staðar fyrir þau fyrirtæki sem hug hafa á að reka einmenningsstarfsstöðvar. Með þessu geta ólík fyrirtæki nýtt sama ritara og skrifstofubúnað. Þau fyrirtæki sem geta nýtt sér óstaðbundin störf eiga fjölmörg sóknarfæri. Hagræðingin sem skapast við það að losa dýrt húsnæði í höfuðborginni og eignast ánægðan og öflugri starfsmann er augljós.

Ég skora á fólk sem situr heima og hefur áhyggjur af reikningabunkum og tímaleysi að skoða kostina við einfaldara líf fjarri skarkala höfuðborgarinnar. Streð á þeim tíma sem börnin eru að vaxa úr grasi er ekkert lögmál. Það þarf enginn að vinna 12 tíma á dag til þess eins að keyra um á Landcruser og borga af íbúðinni í Vesturbænum. Kíkið vestur á firði – það er miklu innihaldsríkara og skemmtilegra.“

thelma@bb.isbb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli