Frétt

bb.is | 15.03.2002 | 08:29Sögu- og enskukennsla samtvinnuð á listrænan máta í MÍ

Tómas Ibsen, nemandi MÍ, stillir sér upp í eftirmynd af fallöxi af þeirri gerð er notuð var í frönsku byltingunni. Ljósm. Holly Huges
Tómas Ibsen, nemandi MÍ, stillir sér upp í eftirmynd af fallöxi af þeirri gerð er notuð var í frönsku byltingunni. Ljósm. Holly Huges
Í nýliðinni Sólrisuviku tóku nemendur Menntaskólans á Ísafirði sér margt fyrir hendur og ekki var það allt miðað að afþreyingu og skemmtun. Í teymi við tvo kennara, Sigurð Pétursson, sögukennara, og Ingibjörgu Ingadóttur, enskukennara, og listakonuna Holly Hughes unnu nemendur 1.-3. bekk MÍ að verkefnum með listrænum blæ er spönnuðu víðan völl en tengdust öll á einhvern hátt baráttu og átökum. Nemendur gátu valið á milli fjögurra viðfangsefna í verkefnum sínum, þ.e. „Franska Byltingin 1789“, Spænska borgarastyrjöldin 1936-39“, „Víetnam stríðið 1960-75“ og „Þorskastríðið“. Verkefnin munu koma til með að hanga á veggjum skólans út aprílmánuð og er áhugasömum velkomið að líta í heimsókn í skólann á kennslutíma og skoða afrakstur erfiðis nemendanna.
Að sögn Ingibjargar Ingadóttur, enskukennara við MÍ, voru verkefnin fyrst og fremst unnin til þess að krakkarnir gætu aflað sér fróðleiks á skemmtilegan máta. Þá hafi ekki spillt fyrir að þarna hafi verið hægt að samþætta mismunandi námsgreinar nemendanna því að verkefnin fjölluðu um heimssögulega viðburði og voru unnin á ensku. „Við leituðumst við að koma með nýja nálgun á viðfangsefnin og veltum upp áleitnum spurningum í mörgum verkefnanna. Allir sem komu að verkinu hafa lagt mikið á sig, bæði nemendur og kennarar, og ekki síst listakonan Holly Hughes sem reyndist okkur ómetanleg.

Sem dæmi má nefna að krakkarnir skiptu heilum vegg til helminga og þöktu annan helminginn með hermannahjálmum en hinn með hrísgrjónahöttum til þess að endurspegla allar mismunandi hugsanirnar er hljóta að hafa verið hugsaðar af andstæðum fylkingum í Víetnamstríðinu. Eins teiknuðu krakkarnir í 1. bekk upp ógrynni fiska sem þau festu í net er hanga á veggjunum og fylltu þá síðan með staðreyndum úr þorskastríðinu eftir að þau höfðu aflað sér upplýsinga um það,“ segir Ingibjörg og bætir við að krakkarnir hafi mikið velt sér fyrir drifkröftunum að baki stríðsátökum og illindum á meðan verkefnavinnuni stóð og leitað í eigin huga hvort að þeir gætu hugsað sér að berjast fyrir einhverju.

Verkefnin má finna í stofum þrjú og fjögur í Menntaskólanum á Ísafirði og einnig á göngum skólans. Eins og áður sagði eru áhugasömum velkomið að gera sér ferð í skólann á opnunartíma og virða fyrir sér verkin, en eins er hægt að fræðast um sýninguna á heimasíðu Holly Hughes sem er að finna hér hér.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli