Frétt

bb.is | 14.03.2002 | 11:39Hulunni svipt af glæsilegri Skíðavikudagskrá

Frá tvíkeppninni í Skíðavikunni í fyrra, þar sem keppt var í rennsli með sneiðingum og 120 skrefa hlaup á skíðum. Virðulegur klæðnaður var áskilinn.
Frá tvíkeppninni í Skíðavikunni í fyrra, þar sem keppt var í rennsli með sneiðingum og 120 skrefa hlaup á skíðum. Virðulegur klæðnaður var áskilinn.
Dagskrá Skíðaviku Ísfirðinga er nú að mestu fullmótuð þó svo að enn eigi eftir að tímasetja nokkra dagskrárliði. Helsta nýjungin að þessu sinni er Skíðavikuútvarp sem sent verður út á FM 101.0 í samstarfi við Gamla Apótekið. Þar munu valinkunnir Vestfirðingar skipta með sér verkum og halda úti öflugri dagskrárgerð um Skíðavikuna milli kl. 17-19 daglega á meðan hátíðinni stendur. Einnig verður fljótlega opnuð ný heimasíða Skíðavikunnar þar sem nýjustu upplýsingum um dagskrárliði verður komið á framfæri jafnóðum og þær berast.
Skíðavikan hefst formlega miðvikudaginn 27. mars með stuttri setningarathöfn á Silfurtorgi þar sem hljómsveitin BMX mun hita gesti upp fyrir vikuna. Um kvöldið verður jóðlað fram á nótt á skemmtistaðnum Á Eyrinni þar sem fer fram árlegt Týrólakvöld Skíðavikunnar en í Sjallanum leikur hljómsveitin Írafár fyrir dansgesti.

Á skírdag verður farin spennandi skíðaferð á Galtarvita, þar sem hraust skíðafólk mun síðan gæða sér á kakói og kræsingum ýmiss konar. Á hádegi hefst páskaeggjamót KFÍ í íþróttahúsinu á Torfnesi þar sem leikið verður tveir á tvo um glæsileg verðlaun. Einnig verður mikið um að vera á Dölunum tveimur að vanda, meðal annars verður boðið upp á kennslu í skíðagöngu og svo munu reyndir brettagarpar kynna áhugasömum snjóbrettalistina.

Mikið verður um að vera í leiklistinni á skírdag, um daginn leiklesa félagar úr LL „Kristrúnu í Hamravík og himnafaðirinn“ og um kvöldið verða á ný teknar upp sýningar á verkinu „Stæltir stóðhestar“ sem sýnt var við miklar vinsældir á Ísafirði fyrr í vetur. Um kvöldið verður nóg að vera í skemmtanalífinu, djasstónlist verður í hávegum höfð á Krúsinni þar sem kapparnir Villi Valli og Baldur Geirmunds leika ásamt öðrum af fingrum fram, Elfar Logi Hannesson og Guðmundur Hjaltason sjá um Megasardagskrá og á Hótel Ísafirði sér látúnsbarkinn Bjarni Arason um að skemmta matargestum fram á kvöld.

Á föstudaginn langa eru menn hvattir til að klæðast furðufötum og koma á skíði í Tungudal. Þar verða alls kyns uppákomur, tónleikar, grillmatur og sælgætisregn. Einnig verður keppt í skíðatvíkeppni og brettamót fer fram. Síðdegis verða tónleikar í Ísafjarðarkirkju og dansleikir á svo til öllum skemmtistöðum á svæðinu.

Á laugardag ber hæst ævintýraferð á skíðum, en í henni munu björgunarsveitarmenn sjá um að draga skíðamenn frá Seljalandsdal yfir Vestfjarðahásléttuna. Þaðan verður skíðað niður í Önundarfjörðinn þar sem endað verður með sánaferð í sundlaug Flateyringa. Garpamót í göngu fer og fram á Seljalandsdal og einnig keppir yngsta kynslóðin sín á milli í Páskaeggjamóti Samskipa. Um kvöldið verður svo í Tungudalnum svokölluð Skíðanótt, en á henni mun skíðafólk geta rennt sér í upplýstum brekkum við dúndrandi tónlist og fylgst með flugeldasýningum og annari dýrð. Að vanda verða svo ýmsir dansleikir um kvöldið og fram á nótt.

Á páskadag verður gengið á skíðum í Kirkjubólsdal hjá Þingeyri og fiskur veiddur í gegnum vök á Hólmavatni í Dýrafirði. Haldið verður hið árlega Garpamót, þar sem mis-frægir skíðakappar munu þeysast niður brekkurnar í umdeildasta skíðamóti landsins. Um kvöldið og fram á nótt verður dansað á öllum skemmtistöðum á Ísafirði, Flateyri og í Bolungarvík.

Af þessu öllu má sjá að dagskrá Skíðaviku er glæsileg að vanda og sem fyrr Ísfirðingum öllum og nærsveitungum þeirra til sóma. Upplýsingar um Skíðavikuna má einnig finna á heimasíðu
Dalanna tveggja.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli