Frétt

Austurglugginn - B. Þ. | 14.03.2002 | 09:51Hafa útvegsbændur verið hlunnfarnir með kvótakerfinu?

Brynjólfur Þorvarðarson, ritstjóri Austurgluggans.
Brynjólfur Þorvarðarson, ritstjóri Austurgluggans.
Útræði hefur verið stundað frá sjávarjörðum á Íslandi í gegnum aldirnar og á sumum landsvæðum hefur sjávarfang bætt búsetuskilyrði verulega. Útræðisréttur hefur verið metinn til eignar í fasteignamati 1090 sjávarjarða á landinu og þar með verið skattstofn. Með lögum um stjórn fiskveiða, einkum lög nr. 38/1990, hefur réttur til útræðis í raun verið tekinn af sjávarjörðum og eigendum þeirra en deilt er um hvort löglega hafi verið staðið að því máli og hvort eigendur sjávarjarða eigi tilkall til leiðréttingar sinna mála.
Á undanförnum árum hefur margoft, bæði í ræðu og riti, verið á það bent að útræðisréttur strandjarða er ekki virtur í núgildandi lögum um stjórn fiskveiða. Búnaðarþing 1999 fjallaði um málið og samþykkti ályktun þess efnis að fela stjórn Bændasamtakanna að leita leiða til að fá útræðisrétt strandjarða virtan á ný og staðfestann í fiskveiðilögum.

Hinn 5. júlí 2001 voru Samtök eigenda sjávarjarða stofnuð, en tvö megin markmið þeirra eru: Í fyrsta lagi að fá útræðisrétt strandjarða virtan á ný og staðfestann í gildandi lögum um stjórn fiskveiða. Í öðru lagi að vinna að því að eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga, sem og tiltöluleg eignarréttindi í sjávarauðlindinni í heild verði virt og í heiðri höfð. Eitt fyrsta verkefni þessara samtaka var að koma kröfum sínum á framfæri við yfirvöld, m.a. við Endurskoðunarnefnd um stjórn fiskveiða.

Í september 2001 skilaði Endurskoðunarnefnd um stjórn fiskveiða frá sér skýrslu en í 14. kafla þeirrar skýrslu segir að meirihluti nefndarinnar telji ekki ástæðu til að breyta lögum um stjórn fiskveiða varðandi útræðisrétt strandjarða. Þessa niðurstöðu byggir Endurskoðunarnefndin á álitsgerð Skúla Magnússonar lektors við lagadeild Háskóla Íslands frá því í september 2001.

Álitsgerð Skúla Magnússonar
Skúli kemst að þeirri niðurstöðu að einkaréttur landeigenda til veiða innan netlaga jarða sinna njóti verndar stjórnarskrárinnar og að ekki megi svipta landeiganda þessum rétti nema á móti komi bætur. Netlög ná 115 metra frá stórstraumsfjörumáli. Ennfremur telur Skúli að lög um veiðiheimildir frá 1990, sem hafi í för með sér bann við veiðum úr tegundum bundnum heildaraflatakmörkunum án heimilda, verði jafnað til eignarnáms samkvæmt 72. grein stjórnarskrár. Um bótaskyldu vegna þessa eignarnáms telur Skúli að í fyrsta lagi þurfi að sýna fram á að skerðingin (þ.e. eignarnámið) hafi haft fjárhagslegt tjón í för með sér fyrir landeiganda. Sýna verði fram á að veiðar hafi farið fram eða gætu farið fram í netlögum, að þær hafi verið eða gætu verið svo miklar að þær mætti stunda í atvinnuskyni, og loks að veiðar séu nú útilokaðar með lögum.

Í öðru lagi telur Skúli að líkur séu á að nægt tillit hafi verið tekið til hagsmuna landeigenda við úthlutun veiðheimilda í samræmi við veiðireynslu og ættu þeir því að hafa fengið úthlutað heimildum og geti því áfram nýtt sér veiðirétt innan netlaga. Hafi þetta ekki verið gert gætu bætur í engu tilfelli orðið hærri en sem nemur því að kaupa sambærilegan kvóta.
Loks telur Skúli að bótaréttur vegna þess eignarnáms sem lögin frá 1990 höfðu í för með sér sé fyrndur.

Skúli telur að sama gildi um hugsanlegan rétt landeigenda til veiða utan netlaga, sýna þurfi fram á tekjumissi, líklegt sé að þeir hafi fengið kvóta sem áttu að fá kvóta, og að bótaréttur sé hvort eð er fyrndur. Skerðing eigna telur Skúli ekki mikla enda hafi hinn sögulegi útræðisréttur sjávarjarða vísað til þeirrar aðstöðu til útgerðar sem var fyrir hendi á jörðunum, svo sem lendingu eða höfn. Vegna breyttra atvinnuhátta og uppbyggingar hafna í þéttbýli hafi verðmæti slíkrar aðstöðu rýrnað svo áður en lögin voru sett að vafasamt sé að bætur hefðu komið til vegna eignanáms.

Í stuttu máli telur Skúli að um eignarnám hafi verið að ræða með lögunum frá 1990, að tekjumissir jarðeigenda hafi verið óverulegur og að bótakröfur séu fyrndar. Eignamissir hafi einnig verið óverulegur þar sem útræðisrétturinn hafi byggst á aðstöðu sem var orðin verðlaus hvort eð var við setningu laganna.

Álitsgerð Más Péturssonar
Samtök eigenda sjávarjarða voru algjörlega ósammála niðurstöðum meirihluta Endurskoðunarnefndarinnar og óskuðu því eftir lögfræðilegu áliti Más Péturssonar hæstaréttarlögmanns á forsendum og niðurstöðu Endurskoðunarnefndarinnar. Már skilaði álitsgerð sinni 5. febrúar síðastliðinn og í stuttu máli er hann alls ósammála þeim niðurstöðum álitsgerðar Skúla Magnússonar sem Endurskoðunarnefndin notaði til grundvallar sínum tillögum.

Már telur að sjávarbændur ei

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli