Frétt

bb.is | 14.03.2002 | 09:11Samfylkingin stefnir að fjórum bæjarfulltrúum

Lárus G. Valdimarsson
Lárus G. Valdimarsson
Lárus G. Valdimarsson var sem kunnugt er valinn í efsta sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ á félagsfundi á Hótel Ísafirði sl. sunnudag. Vakti það nokkra athygli þar eð Bryndís Friðgeirsdóttur, núverandi oddviti minnihlutans, hefur til þessa vermt efsta sætið og var almennt við því búist að svo yrði áfram. Lárus segir í samtali við blaðið að engin átök hafi verið innan flokksins um fyrsta sætið á listanum, allt hafi þetta verið gert í mesta bróðerni eins og sjá megi á jákvæðum undirtektum við listanum.
„Ég veit ekki betur en að við göngum fullsátt til leiks, Samfylkingarfólk er nú einu sinni þannig innréttað að í þeim hefði þegar heyrst væri eitthvað ósætti um málið. Ég gaf kost á mér í fyrsta og annað sætið á listanum og Bryndís gaf kost á sér í einhver af efstu sætunum. Það var enginn af okkur núverandi bæjarfulltrúum sem gerði skilyrðislausa kröfu um efsta sæti á listanum heldur voru menn tilbúnir að taka hverju því sem niðurstaða uppstillingarnefndndar kvæði á um,“ segir Lárus sem augljóslega er mjög ánægður með útkomu listans.

„Ég er auðvitað glaður yfir því að vera sýnt það traust að leiða listann í vor. Þetta er mikið ábyrgðarstarf sem felur fyrst og fremst í sér að leiða þá miklu vinnu sem framundan er og virkja mannskapinn í kosningabaráttunni. Á framboðslista okkar til sveitastjórnarkosninganna eru engir statistar, við höfðum yfir 30 manneskjur til þess að vinna með og útkoman var þessi ágætis fléttulisti. Ég er sérstaklega ánægður með að fá Kolbrúnu Sverrisdóttur í baráttusætið, það er ekkert launungamál að við göngum til kosninganna í vor með það að leiðarljósi að koma inn fjórum bæjarfulltrúum og ég er bjartsýnn á að það gangi eftir,“ segir Lárus.

Aðspurður um væntanlega samstarfsflokka segir Lárus að rætt hafi verið við Vinstri-Græna um samstarf en það markmið Samfylkingarinnar að bjóða út sjálfstæða lista um allt land, er gefið var út á landsfundi flokksins í haust, hafi valdið því að enginn flötur hafi verið fyrir sameiginlegu framboði. Hins vegar séu flokkarnir hugmyndafræðilegir samherjar sem eigi sér sameiginlegan höfuðandstæðing í Sjálfstæðisflokknum og því sé líklegra en ekki að eitthvert samstarf verði þeirra á milli.

Bryndís Friðgeirsdóttir, fráfarandi oddviti Samfylkingarinnar, sagðist einnig ánægð með útkomu listans og tók fram að hún væri mjög sátt með annað sætið. „Ég er búin að vera svo lengi oddviti þannig að það er ágætt að breyta aðeins til. Ég hef líka verið aftarlega á listum og á alla vegu þannig að þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Listinn í heild endurspeglar, að mér finnst, mjög kraftmikið fólk sem gerir ekkert með hangandi hendi og því verður spennandi að sjá útkomu kosninganna í vor,“ sagði Bryndís að lokum.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli