Frétt

mbl.is | 15.12.2006 | 11:17Sigurjóni hent út af skrifstofum Blaðsins

Sigurjóni M. Egilssyni, ritstjóra Blaðsins, var hent út af skrifstofu blaðsins í morgun og er hann þar með endanlega hættur hjá Blaðinu. Sigurjón sagði í samtali við Vísi.is að Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Árs og dags, Karl Garðarsson framkvæmdastjóri og Steinn Kári Ragnarsson auglýsingastjóri hefðu komið á skrifstofu hans og sakað hann um að fara á svig við uppsagnarákvæði ráðningarsamnings síns ásamt því að vera farinn að starfa hjá öðrum miðli.

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafði Sigurjón sagt upp sem ritstjóri Blaðsins og segist hann hafa farið fram á það að fá að hætta hjá Blaðinu áður en uppsagnarfrestur rynni út. Hann segir hins vegar rangt að hann sé farinn að vinna fyrir annan aðila.

Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Árs og dags, segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að ákveðið hafi verið slíta samstarfinu við Sigurjón nú, en Sigurjón skrifaði harðorðan leiðara í Blaðið í dag þar sem hann gagnrýndi Morgunblaðið fyrir að blanda saman olíusvikamálinu og Baugsmálinu. Það lægi fyrir að Sigurjón hefði ákveðið að hætta og hefði ráðið sig á annan stað og því eflaust kominn með hugann þangað.

Í bréfi sem forsvarsmenn Blaðsins afhentu Sigurjóni M. Egilssyni er hann sakaður um að hafa logið að þeim þegar hann sagði upp. Hann hafi sagst ekki hafa ráðið sig til ritstjórnar DV í haust en Ár og dagur hafi undir höndum skrifleg gögn sem sanni að hann hafi haft frumkvæði að því að ráða sig til 365 miðla til að ritstýra DV.

Í bréfinu er Sigurjón enn fremur sakaður um gróft brot á vinnuréttarlegum skyldum sínum hjá Ári og degi með því að reyna að ráða nokkra af blaðamönnum Árs og dags á nýtt blað sem hann eigi að ritstýra samkvæmt fréttum fjölmiðla.

Segir ennn fremur í bréfinu að stjórn Árs og dags líti svo á að Sigurjón hafi hætt störfum hjá félaginu og að Ár og dagur muni mæta öllum frekari brotum á trúnaðarskyldu hans með því meðal annars að krefjast lögbanns við því að hann komi fram eða vinni fyrir aðra fjölmiðla á yfirstandi uppsagnarfresti, sem er átta mánuðir.Jafnframt muni Ár og dagur krefja hann um greiðslu skaðabóta vegna alls þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir eða kann að verða fyrir vegna hins ólögmæta brotthlaups Sigurjóns úr starfi hjá félaginu.

Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, fréttastjórar Blaðsins, ritstýra því þangað til Trausti Hafliðason tekur við um áramót.

Bréf stjórnarformanns Árs og dags til Sigurjóns M. Egilssonar er í heild sinni hér að neðan.

bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli