Frétt

bb.is | 13.03.2002 | 14:35Spennandi leikir framundan hjá KFÍ í undanúrslitum 1. deildar

Guðjón Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KFÍ.
Guðjón Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KFÍ.
Meistaraflokkur karla hjá KFÍ, sem situr nú í þriðja sæti 1. deildar með 24 stig, mun á föstudaginn leika fyrri leikinn af tveimur við Snæfell. Eru leikirnir liður í undanúrslitakeppni 1. deildar sem KFÍ komst í með glæsilegum sigri á liði Grindvíkinga í Íþróttahúsinu á Torfnesi sl. föstudag. Stykkishólmur verður vettvangur fyrri leiksins en sá síðari fer fram á Ísafirði nk. sunnudag. Snæfell er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig.
Fyrirkomulag undanúrslitanna er þannig að það lið sem verður fyrra til að sigra í tveimur leikjum kemst í úrvalsdeild og keppir á móti sigurvegara leikja Vals og Íþróttafélags Stúdenta um titil Íslandsmeistara 1. deildar. Guðjón Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KFÍ, segir að markmiðum vetursins sé þegar náð með veru liðsins í undanúrslitum, þó alltaf megi betur gera. „Við förum út í hvern einasta leik til þess að vinna. Við settum okkur það markmið í upphafi vetrar að komast í undanúrslitin en nú, þegar því hefur verið náð, er mikill hugur í mönnum að klára dæmið og komast alla leið í úrvalsdeildina,“ segir Guðjón sem að vonum er ánægður með árangur liðsins undanfarið.

Hann segir að lið Snæfells sé svipað KFÍ að styrkleika, helsti munurinn á liðunum sé sá að Snæfell leikur með Bandaríkjamann innanborðs. „Staðan í viðureignum okkar við Snæfell í vetur er 1-1 og því má búast við spennandi leikjum um helgina. Bandaríkjamaðurinn þeirra er sterkur en á móti kemur að við erum með mikla breidd og spilum fantavel þessa dagana. Liðsheildin er búin að sanna sig og þjálfarinn er búinn að skila sínu, allt hitt kemur vonandi af sjálfu sér,“ segir Guðjón.

Stjörnubílar munu sjá um að aka liðsmönnum KFÍ til leiks í Stykkishólmi á föstudaginn og er að sögn Guðjóns alltaf pláss fyrir stuðningsmenn í rútunni. „Skemmtilegt væri að geta tekið dágott stuðningslið með á leikinn á föstudaginn og við getum tekið hvern sem vill með enda er minnsta mál að fá stærri rútu eða bæta einni við,“ segir Guðjón og bendir áhugasömum á að hafa samband við Eygló í síma 895 7170.

Guðjón segir körfuboltaáhuga á Vestfjörðum vera með mesta móti um þessar mundir og nefnir m.a. öflugt starf yngri flokkanna og góða aðsókn að vef KFÍ máli sínu til stuðnings. Eins segir hann merkilegt að það sé nánast eins og Ísafjörður eigi tvö lið í undanúrslitum fyrstu deildar í þetta skiptið, slíkur sé fjöldi Ísfirðinga í liði Íþróttafélags Stúdenta. „Svo má nefna sem dæmi um gróskuna að það eru einir sex meistaraflokkar starfandi á Vestfjörðum ef ég man rétt, þar af fjórir innan vébanda Meiradeildarinnar skemmtilegu. Þar ríða húsum lið eins og Fúsíjama, UMFB og KFÍ kempurnar og eru að gera góða hluti þó fólki sé að sjálfsögðu mismikil alvara. Vestfirðingar geta alla vega verið stoltir af körfuboltafólkinu sínu um þessar mundir. Öll þessi starfsemi samtvinnast við aðra lista-, menningar- og íþróttastarfsemi sem hér fer fram og gerir úr öflugt og gott mannlíf hér á fjörðunum sem er alveg nauðsynlegt,“ segir Guðjón og lofar að lokum skemmtilegri dagskrá frá KFÍ í vetur, hvort sem verður á vellinum eða utan hans.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli