Frétt

bb.is | 15.12.2006 | 08:17Óheimilt að skuldbinda sveitarfélag til útgjalda umfram fjárhagsáætlun

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.

Við umræðu um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar flutti Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, stefnuræðu sínar. Þar dregur hann saman „nokkur stefnumarkandi atriði“, og segir meðal annars að forstöðumönnum deilda og sviðsstjórum sé óheimilt að skuldbinda sveitarfélagið til útgjalda umfram fjárhagsáætlun nema fyrir liggi samþykki bæjarráðs til þeirrar útgjaldaaukningar. „Sveitarstjórnarlög mæla fyrir um framkvæmd fjárhagsáætlunar hvað þetta varðar. Reglur um framkvæmd fjárhagsáætlunar verða í greinargerð með endanlegri útgáfu hennar. Sviðsstjórar eiga að tilkynna breytingar í rekstri á sviðsstjórafundum svo samstundis sé hægt að bregðast við og fara með málið fyrir bæjarráð þyki sýnt að fjárhagsáætlun standist ekki.“

Önnur stefnumarkandi atriði eru svohljóðandi:

„Leitað verður leiða til lækkunar rekstrarkostnaðar með almennum útboðum þar sem það þykir raunhæfur valkostur.

Aukin áhersla verður á sameiginlega innkaupastefnu í vöru- og þjónustukaupum og gerðir fleiri afsláttarsamningar.

Í fyrsta skipti er gert ráð fyrir framlagi til Náttúrustofu Vestfjarða. Þannig kemur Ísafjarðarbær inn sem virkur samstarfsaðili Bolungarvíkurkaupstaðar.

Ákvörðun um að vera með gjaldfrjálsar almenningssamgöngur er frestað frá því sem talað er um í málefnasamningi. Grunnskólanemar greiða ekki fyrir far með almenningsvagni.

Gert er ráð fyrir því að frítt sé í sund fyrir börn upp að 16 ára aldri enda hefur það jákvæð áhrif á notkun sundstaða og tekjur aukast að mati þeirra sveitarfélaga sem gefið hafa upplýsingar um sína reynslu.

Bygging sparkvalla er háð framlagi KSÍ.

Leita á eftir samstarfi við íþróttahreyfinguna um rekstur íþróttmannvirkja. Leita þarf töluverðrar hagræðingar í rekstri þess málaflokks.

Fjarfundabúnaður getur rúmast innan heimilda tölvunefndar ef til kemur að slíkur búnaður verði keyptur vegna aukinnar samkennslu milli skóla.

Gerð verður úttekt á yfirvinnu og hagræðingar leitað. Hugað verður að mannauðsstjórnun hjá sveitarfélaginu. Komin er reynsla af því hjá nokkrum sveitarfélögum og verður leitað í þann reynslubanka við útfærslu.

Gert er ráð fyrir nýjum samningi vegna sjúkraflutninga milli Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar og heilbrigðisráðuneytis vegna breyttra rekstrarforsendna Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.

Hafin var undirbúningsvinna við nýtt skipurit á þessu ári þar sem kynntar voru ákveðnar grundvallarbreytingar. Stefnt er á að taka þessa vinnu upp aftur á nýju fjárhagsári. Stefnt er á breytingar í stjórnsýslunni með nýju skipuriti.

Vinna er hafin við að leggja þjónustudeild Hlífar niður í áföngum. Fyrsta skrefið er að taka ekki inn nýja sjúklinga veita þeim þjónustu heima fyrir. Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um byggingu 10 rúma hjúkrunarheimilis og er horft til þess af hálfu Ísafjarðarbæjar að það bæti enn frekar þjónustu við sjúklinga.

Taxtar dagvistunargjalda fyrir leikskóla hafa ekki hækkað frá gjaldskrá í febrúar 2005 sem er um 15% raunlækkun leikskólagjalda.
Fyrsta skrefið í gjaldfrjálsum leikskóla fyrir 5 ára börn verður tekið þannig að tveir tímar fyrir hádegi verði án þátttöku foreldra í rekstrarkostnaði.

Afsláttur vegna dagmæðragjalda verður hækkaður 1. janúar 2007 þannig að kostnaður verði sambærilegur við leikskóladvöl.

Heimild verður til sölu allt að 7 íbúða á Hlíf I. Þannig verði seldar 10 íbúðir en 20 íbúðir verði áfram í leigu. Gert er ráð fyrir að hefja endurbætur á íbúðum á Hlíf I á næsta fjárhagsári.

Heimild verður eins og áður til almennrar eignasölu, að undangengnu samþykki bæjarstjórnar hverju sinni.“

Stefnuræðuna í heild sinni er hægt að lesa á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.

eirikur@bb.isbb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli