Frétt

Hjalti Karlsson | 14.12.2006 | 11:55Lokað í paradís!

Hjalti Karlsson.
Hjalti Karlsson.
Að undanförnu hefur nokkuð verið ritað og mikið rætt um rekstur skíðasvæðis okkar Ísfirðinga. Umræða þessi kom í kjölfar ákvörðunar bæjaryfirvalda þess efnis að opna ekki skíðasvæðið fyrir áramót, óháð snjóalögum. Í tengslum við þessar fréttir hef ég orðið vitni að umræðum fólks sem finnst furðu sæta að „bærinn“ geti mokað peningum í uppbyggingu þessa skíðasvæðis og meira að segja líka látið óátalið að skíðamenn moki til heilu fjallshlíðunum í Tungudal, í trássi við allt og alla. Ofan í kaupið kosti rekstur svæðisins stórfé, heilar 26.7 milljónir á ári, er haft eftir forráðamönnum Ísafjarðarbæjar. Skal engan að undra að einhverjum svíði hvernig farið er með útsvarið! Sem skíðamaður og áhugamaður um uppbyggingu skíðasvæðanna í Tungudal og Seljalandsdal langar mig til að koma nokkrum atriðum á framfæri sem varpa vonandi nokkru ljósi á áðurnefnd atriði, en einnig kasta fram hugleiðingum og spurningum um uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja almennt.

Mannvirki

Skíðasvæðið á Seljalandsdal var á sínum tíma byggt upp og rekið af eldhugum sem létu sér fátt fyrir brjósti brenna. Ráku þeir skíðasvæðið í nafni Lyftunefndar frá árinu 1967 allt þar til mannvirki og búnaður var færður Ísafjarðarbæ að gjöf um 1980. Lyfturnar á Seljalandsdal voru þrjár þegar þær eyðilögðust í snjóflóðinu hörmulega 1994, en Ísafjarðarbær hafði reist þá þriðju með miklu framlagi sjálfboðaliða. Tryggingabætur fengust meira og minna fyrir öll mannvirki sem voru á svæðinu og hafa þær að mestu leyti staðið undir þeirri uppbyggingu sem farið hefur fram. Barnalyftan svokallaða ásamt Sandfellslyftu og troðarageymsla voru reistar fyrir tryggingafé. Sama á við um skíðaskálann glæsilega, en hann er eign Foreldrafélags Skíðafélagsins, sem átt hafði og endurbyggt Harðarskálann sáluga á Seljalandsdal og fengið bættann eftir flóð. Þriðju lyftuna kostaði bærinn að mestu sjálfur, sem er í sjálfu sér í takt við það sem gert var á Seljalandsdal áður. Gönguskíðaskálann á Seljalandsdal endurbyggðu göngumenn Skíðafélagsins af dugnaði úr aflögðum kennsluskúr Grunnskólanns sem bærinn lagði til. Undanfarin ár hefur ríkisvaldið stutt dyggilega uppbyggingu svæðisins með framlögum úr ríkissjóði. Hafa tugir milljóna fengist til verksins í gegn um Skíðafélagið og er ég ekki grunlaus um að Jóhann K. Torfason hafi verið þar í fararbroddi, ásamt vestfirskum þingmönnum. Semsagt bróðurpartur uppbyggingar mannvirkja hefur verið kostaður af tryggingafé sem Ísafjarðarbær fékk fyrir mannvirki sem þau fengu að gjöf, ásamt fjármagni úr ríkissjóði. Ekki fyrir útsvar bæjarbúa.

Jarðrask og ljós

Undanfarin tvö sumur hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í brekkum Tungudals og á Seljalandsdal. Brautir hafa verið mótaðar, sléttaðar og grjóthreinsaðar, hryggir myndaðir og snjógirðingar reistar til að fanga snjó og lýsingu komið fyrir. Þegar hefur verið sáð í göngubrautir og sáning fyrirhuguð næsta sumar í svigbakka. Vegslóðar hafa verið lagðir með lyftum til að auðvelda viðhald og lækir brúaðir í göngubrautum. Allt eru þetta aðgerðir til að auka rekstraröryggi á svæðinu og minnka tjón á dýrum snjótroðurum. Þess má geta í framhjáhlaupi að áhugahópur um skíðasvæðið færði bænum annan þeirra að gjöf hér um árið. Jarðvinna sú sem hér hefur verið tíunduð er varanleg aðgerð sem ásamt snjógirðingum lengir notkunartíma svæðanna. Ef ekki hefði verið lagt í þessa vinnu væri enn nokkuð í land með að nægur snjór væri kominn í brautir. Margir hafa sopið hveljur yfir þessu brambolti öllu. Líkt jarðraskinu við Leirufjarðarskandal, því ekkert leyfi hafi fengist fyrir þessu, fjargviðrast yfir stofnkostnaði og meintum miklum rekstrarkostnaði lýsingar. Sannleikurinn er hinsvegar sá að íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti jarðvinnuna þann 16/6 2005, ljósabúnaðinn sjálfan lagði Skíðafélagið til ásamt einstaklingum og u.þ.b. 1.300 kr./klst. kostar að hafa kveikt á ljósunum sem reist voru í sumar. Ekki er óvarlegt að áætla að kveikt verði á ljósunum u.þ.b. 1 klst. að meðaltali á hverjum opnunardegi. Félagar í Skíðafélaginu settu einnig upp talsverðan hluta ljósanna á Seljalandsdal og Tungudal í sjáfboðavinnu.

Rekstur

Undirritaður hefur harla lítið vit á bókhaldi eða rekstri yfirleitt. Hefur tæpast yfirsýn yfir heimilisbókhaldið satt að segja. Því varð ég nokkuð langleitur þegar mér varð ljóst að af áðurnefndum 26.7 milljónum sem það kostar, samkvæmt bæjaryfirvöldum, að reka skíðasvæðin í Tungu- og Seljalandsdal, fara tæplega 11 milljónir til Eignasjóðs Ísafjarðarbæjar í s.k. innri leigu og afskriftir á svæðinu! Um það bil sama upphæð fer í laun, þar sem innifalin eru laun svæðisstjóra og annara starfsmanna sem aðallega koma frá áhaldahúsi Ísafjarðarbæjar. Nú veit undirritaður ekki hvernig svæðið er verðmetið, né hve hratt getur talist eðlilegt að afskrifa mannvirki af þessu tagi. En hitt veit ég, að tæpar þrjár milljónir í leigu og afskriftir á mánuði í þá mánuði sem hægt er, eða má hafa opið að jafnaði er skrambi há tala. Hefði ég gjarnan vilja að forráðamenn bæjarins hefðu látið þessa staðreynd fljóta með til upplýsingar fyrir útsvarsgreiðandi bæjarbúa. Mér, í það minnsta, hefði verið rórra ef ég hefði vitað nánari deili á upphæðinni.

„Eruð þið að fara á hausinn“

Ekki er laust við að ég hafi hálfpartinn farið hjá mér þegar fólk í öðrum landshlutum spurði hvað væri eiginlega á seyði á Ísafirði. „Eruð þið að fara hausinn?“. „Var ykkur sýnt rauða spjaldið?“. „Við rembumst við að framleiða snjó með tugmilljóna græjum og svo hafið þið bara lokað!!??“ Ég hef spurt mig að því hvort skíðasvæðið hefði ekki verið opnað á kostnað bæjarins ef sveitarstjórnarkosningar hefðu verið í nánd. Þá hefði mönnum verið annt um ímynd bæjarfélagsins og metið það sem svo að sparnaðurinn væri ekki nægilegur á móti beinu og óbeinu tapi vegna brostinnar ímyndar. Ég hefði verið sammála frambjóðendum! En nú er kosningasviminn að baki og við blasir blákaldur veruleikinn. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar kemur sjálfsagt eins og blaut tuska í andlit okkar. Hefðbundinn tími kosningasvika fer líklega að renna upp og við verðum bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti. Allir stigu kosningadansinn, kjósendur jafnt sem frambjóðendur. Það er í eðli sínu munaður að eiga og reka íþóttamannvirki, hvaða nöfnum sem þau nefnast og tæpast eðlilegt að gera til þeirra stífar arðsemiskröfur. Sum eru nauðsynleg vegna lögbundinnar þjónustu við nemendur skólanna, önnur ekki. Nauðsynlegt er því að vega og meta hvað bæjarfélagið skal bjóða upp á og bera saman kostnað og nýtingu. Gera fáa hluti vel, sleppa öðru. Er eðlilegt að reka fimm íþróttahús, fjórar sundlaugar, bæta við fimmtu sundlauginni, loka eina skíðasvæðinu? Allt spurningar sem eiga rétt á sér.

Að lokum

Það er kátt á hjalla í dölunum tveimur. Búið að opna skíðasvæðið, nægur snjór (þökk sé snjógirðingum og jarðvinnu) og allir vonandi glaðir, bæði starfsmenn og íbúar bæjarinns. Skíðafélagið gerði bæjaryfirvöldum rausnarlegt tilboð sem var tekið og skíðasvæðið því opnað. Bæjarfélag eins og Ísafjarðarbær getur og á að reka skíðasvæði þó rekstrarformið sem slíkt sé ekki heilagt. Sammælast þarf um þjónustustig, opnunartíma, raunhæfar kostnaðaráætlanir. Í sameiningu, eins og áður, þurfa svo skíðamenn og Ísafjarðarbær að ljúka uppbyggingu svæðisins á næstu árum. Um ýmsa hluti er hægt að semja... en ekki að hafa skíðasvæði lokað þegar snjór er til staðar.

Sjáumst á skíðum!

Hjalti Karlsson.

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli