Frétt

Visir.is | 13.03.2002 | 11:01Stórliðin mætast í kvöld

AS Roma og Barcelona geta tryggt sig inn í hóp síðustu átta liða Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Manchester United og Bayern München mætast á Old Trafford. Sigurvegari þess leiks er öruggur áfram í keppninni. Í B-riðli tekur AS Roma á mót Tyrkjunum í Galatasaray og Barcelona á móti Liverpool, sigurvegurum Evrópukeppni félagsliða í fyrra. Manchester United tekur á móti Bayern München í A-riðli. Sísti leikur kvöldsins er Nantes Boavista. Frakkarnir eru þegar dottnir úr keppninni og portúgölsku meistararnir tæpir.
Lið Roma lítur vel út. Það vann samborgarana í Lazio 5-1 á sunnudag. Gabriel Batistuta hvíldi þá vegna hnémeiðsla. Hann er líklegur í framlínuna í kvöld, ásamt Vincenzo Montella, sem skoraði fjögur mörk á sunnudaginn. Marco Delvecchio og Francesco Totti verða til taks.

Fabio Capello þjálfari hefur varann á gagnvart Galatasaray, sem vann Evrópukeppni félagsliða í hittifyrra. „Þetta er jafn mikilvægur leikur og um helgina. Ef við vinnum förum við rólegir til Liverpool.“ Þjálfari Tyrkjanna segist ekki hræddur við stjörnur Rómaborgar. „Þetta verður erfiður leikur en við erum bjartsýnir. Við erum ekki Lazio. Við erum martröð evrópskra liða. Roma mun upplifa þessa martröð,“ sagði Albayrak þjálfari.

Brasilíumaðurinn Rivaldo tekur að öllum líkindum ekki á móti Liverpool með Barcelona. Liðið mætir erkióvininum Real Madrid næsta laugardag og er því líklegt að Rexach þjálfari hvíli hann. Michael Owen verður ekki heldur á vellinum í kvöld vegna meiðsla.

„Árangur ársins veltur á þessarri viku. Þetta gæti bæði orðið hræðilegt og æðislegt,“ segir Rexach. Barcelona er á niðurleið í spænsku deildinni, tapaði 2-1 fyrir Real Betis á laugardaginn. Liverpool-andinn er endurnýjaður eftir að Steven Gerrard miðvallarleikmaður og Gerard Houllier knattspyrnustjóri sneru aftur. Houllier mætti á æfingar en flaug ekki til Spánar.

Manchester og Bayern eru saman á toppi A-riðils með átta stig. Bæði eru næstum örugg í fjórðungsúrslit. Boavista er í þriðja sæti með fjögur stig. Ef Portúgölunum mistekst í Nantes er jafntefli nóg fyrir toppliðin. Ole Gunnar Solskjær, sem skoraði sigurmarkið á móti Bayern í úrslitaleik Meistaradeildar 1999, segir það vera fúlt ef félagið vinnur keppnina ekki aftur á þessum góðu árum.

„Stóru liðin, Real, AC Milan o.fl., hafa oft unnið. Við erum í fyrsta sæti á styrkleikalistum og viljum ekki að okkar sé minnst sem einnota meistara.“ Bayern spilar m.a. án Carsten Jancker, Mehmet Scholl og Pablo Thiam í kvöld.

Boavista þarf að vinna báða leikina sem liðið á eftir að spila til að komast áfram. Það hefur ekki unnið á útivelli í keppninni og aðeins skorað í einum af fjórum leikjum í A-riðli.

Frönsku meistararnir í Nantes eru í tómu rugli. Þeir eru í fjórða neðsta sæti í frönsku deildinni og töpuðu 5-1 fyrir Manchester United fyrir tveimur vikum. Angel Marcos þjálfari segir hinsvegar að leikurinn í kvöld sé spurning um stolt. „Við höfum enga ástæðu fyrir því að gefa ekki allt sem við eigum í leikinn. Sigur á Boavista hjálpar að græða sár, bæði okkar og áhangenda Nantes,“ sagði Marcos.

Visir.is

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli