Frétt

Deiglan.com - Guðm. Svansson | 12.03.2002 | 16:41Sumt ku lifa enn

Sú var tíð að hér á landi að samkeppni milli fyrirtækja var lítil og kom þar margt til. Einkum þó pólitík. Þetta gilti ekki síst um eldsneytismarkað. Eitt fyrirtækið á þeim markaði var í eigu Sambandsins og framsóknarbændurnir versluðu við það og létu gjarnan skrifa það á reikninginn sinn í kaupfélaginu. Annað var í eigu einkaaðila og versluðu Sjálfstæðismenn gjarnan við það. Síðan, segir sagan, hittust forstjórar olíufélaganna sín á milli með reglulegu millibili og samþykktu sama verð fyrir alla menn, sama í hvaða flokki þeir stæðu. Þetta er sem betur fer löngu liðin tíð. Ekki er fyrir að synja að finna megi eintök af gömlum framsóknarbændum sem taka á sig krók til að versla við Esso, svona af gömlum vana. (Margir þeirra eru líklega orðnir flokksmenn í VG). En flest fólk gerir í dag aðrar og meiri kröfur. Ef hins vegar marka má nýlegar yfirlýsingar forstjóra félaganna virðist hafa lifað lengi í þeim gamla sið að þeir hittist og komi sér saman um eitt verð fyrir alla landsmenn.
Samkeppnisstofnun tók sig til nýverið og gerði rassíu sem virðist skila sér í því að nú sé útlit fyrir nútímalegri viðskiptahætti. En það er einföld söguskýring að fákeppni undanfarinna ára megi rekja til skorts á frumkvæði hjá samkeppnisstofnun. Margoft hefur verið bent á að háir skattar á bensín og olíu, og einnig ýmsar reglugerðir um verði og flutninga með byggðastefnu að leiðarljósi, séu hvatar fyrir fyrirtæki á þessum markaði til að hittast og rabba saman í góðu tómi. Það er því ekki laust við að pólitík hafi orsakað að samkeppni væri minni en ákjósanlegt væri.

Nú þegar greinilegt er orðið að verðsamráð hefur átt sér stað væri óskandi að stjórnvöld sæju loks að sér og breyttu því umhverfi sem við lýði er á markaðnum. Stjórnvöld geta ekki verið stikkfrí gagnvart eigin stefnu til margra ára. Það er fáránlegt viðhorf að engu skipti hvaða ramma stjórnvöld setji utan um verslun með eldsneyti á bifreiðar svo fremi að samkeppnisstofnun sé til staðar og geti kippt í taumana við og við. Það eru ekki ný sannindi að eigendur fyrirtækja eru alltaf viljugir að græða sem mest. Hlutverk stjórnvalda er að skapa gróðavon þann farveg að hún birtist í samkeppni en ekki samráði. Lágir skattar og fáar reglur eru til dæmis góð leið til þess.

Guðmundur Svansson

Pistill þessi birtist á Deiglunni.com

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli