Frétt

mbl.is | 13.12.2006 | 16:02Olíufélögin dæmd til að greiða bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt olíufélögin þrjú, Ker, Olíuverslun Íslands og Skeljung, til að greiða Reykjavíkurborg rúmar 72 milljónir króna í bætur og Strætó bs. 5.878.494 krónur í bætur. Að auki voru olíufélögin dæmd til að greiða samtals 1,3 milljónir króna í málskostnað. Bótakröfurnar voru lagðar fram á þeirri forsendu, að Reykjavík og Strætó hafi þurft að greiða of hátt verð fyrir eldsneyti á tilteknu tímabili vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hrl., sem fór með málið fyrir Reykjavíkurborg og Strætó, sagði að hann gæti fallist á að niðurstaðan væri viðunandi þótt dómurinn hafi ekki fallist á aðalkröfu Reykjavíkurborgar um 140 milljóna króna bætur. Dómurinn féllst hins vegar á varakröfu um 72 milljóna króna bætur. Sagði Vilhjálmur, að niðurstaðan væri merkileg fyrir þá sök, að dómurinn hefði dæmt borginni og Strætó í vil. „Fyrir mitt leyti get ég fallist á að þetta sé algjörlega viðunandi niðurstaða, og mjög merkileg niðurstaða að mörgu leiti,“ sagði Vilhjálmur.

Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís, sagði að þetta mál væri afar sérstakt og sagðist ekki telja að það væri fordæmisgefandi vegna afar sérstakra málavaxta. „Þetta er mjög sérstakt mál og mun ekki að neinu leiti geta talist fordæmi fyrir önnur mál sem menn hafa verið að tala um hér í umræðunni,“ sagði hann og bætti því við að farið yrði yfir málið áður en frekari ákvarðanir yrðu teknar.

Í niðurstöðu dómsins í máli Reykjavíkur gegn olíufélögunum segir m.a., að fyrir liggi í málinu viðurkenning olíufélagannaá því, að þau hafi haft með sér ólögmætt samráð á árinu 1996 þegar Reykjavíkurborg var gert tilboð í gasolíu, bensín og steinolíu. Þá liggi fyrir, að borgin hafi keypt inn gasolíu og bensín af Skeljungi á grundvelli útboðsins allt til 1. janúar 2002. Eins og málið liggi fyrir verði að miða við að öll þau innkaup Reykjavíkur á gasolíu og bensíni, sem gerð sé grein fyrir í stefnu, hafi farið fram á grundvelli samnings sem kominn var til vegna sameiginlegs brots olíufélaganna gegn samkeppnislögum.

Dómurinn hafnaði aðalkröfu Reykjavíkurborgar en varakrafan, rúmar 72 milljónir, miðaðist við þær fjárhæðir, sem olíufélögin sömdu um, að Skeljungur myndi greiða hinum félögunum vegna sölu félagsins á eldsneyti til Reykjavíkur. Segist dómurinn fallast á, að brot á samkeppnislögum sé almennt til þess fallið að hækka verð, eða a.m.k. komast hjá lækkun verðs, í því skyni að skapa ávinning í einu eða öðru formi.

Þá segir, að samkomulag olíufélaganna verði ekki túlkað á aðra leið en þá, að þau hafi talið sig hagnast á samráði sínu sem næmi a.m.k. þeim fjárhæðum sem skipta áttu um hendur við sölu á hverjum lítra eldsneytis. Einnig liggi fyrir að samkomulagið var efnt og Skeljungur innti af hendi greiðslur til hinna félaganna vegna viðskipta sinna við Reykjavíkurborg. Þessar greiðslur hafi farið fram án þess að séð verði að Ker og Olíuverslun Íslands hafi haft nokkurn kostnað af viðskiptum Skeljungs við Reykjavík. Verði greiðslurnar því ekki skýrðar með öðrum hætti en þeim, að litið hafi verið svo á að hér væri um hreinan ávinning af samráði félagnna að ræða. Þá telji dómurinn óeðlilegt að ætla annað en að Skeljungur hafi ætlað sér sambærilegan ávinning af samningnum og aðrir stefndu.

Það er því álit dómsins, að gögn málsins bendi eindregið til þess að þær fjárhæðir, sem forsvarsmenn olíufélaganna sammæltust um að skipta á milli sín við útboðið 3. júní 1996 hafi svarað til fjárhæða, sem voru umfram eðlilega framlegð við sölu á gasolíu og bensíni til borgarinnar samkvæmt forsendum útboðsins. Verulegar líkur hafi verið leiddar að því, að ef samráðið hefði ekki komið til, hefðu verð í útboðinu 3. júní 1996 a.m.k. orðið lægri sem nemur þeim fjárhæðum sem félögin sammæltust um að skipta með sér. Er því fallist á varakröfu Reykjavíkurborgar.

Fram kemur í dómnum, að olíufélögin hafi haldið því fram, að Reykjavíkurborg hafi borið að takmarka tjón sitt með því að velta umræddum kostnaði út í verðlagið. Einkum var vísað til þess, að unnt hafi verið að hækka fargjöld SVR. Dómurinn segir að ekkert hafi komið í málinu um að hugsanleg hækkun á fargjöldum SVR hefði leitt til takmörkunar tjóns. sé því þessi málsástæða ósönnuð.

Dómurinn var fjölskipaður og skipuðu hann héraðsdómararnir Sigrún Guðmundsdóttir, Friðbjörn Björnsson og Skúli Magnússon.

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli