Frétt

| 01.07.2000 | 15:21Eftirlitsmyndir lögreglu ekki nægilegt sönnunargagn

Tvítugur Ísfirðingur var í gær dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða til greiðslu sektar fyrir umferðarlagabrot. Athygli vekur, að dómarinn taldi myndir úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar ekki nægilega sönnun fyrir akstri gegn rauðu ljósi. Var sakborningur því sýknaður af þeim lið ákærunnar. Hann var einnig sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um sviptingu ökuréttar.
Dómarinn taldi einnig, að tiltekin háttsemi mannsins væri í ákæru ranglega heimfærð til umferðarlaga. Var ákærði því ekki heldur sakfelldur fyrir þá háttsemi. Dómarinn sagði aðfinnsluvert, að sakarefnið hefði ekki verið borið undir ákærða á rannsóknarstigi. Undir rekstri málsins féll ákæruvaldið frá sakargiftum í 1. tölulið ákærunnar, sem varðar akstur gegn rauðu ljósi og án ökuréttar.

Sýslumaðurinn á Ísafirði höfðaði málið og var ákæran í þremur liðum:

1. „Fyrir akstur gegn rauðu ljósi, sviptur ökurétti, með því að hafa hinn 4. desember 1999, klukkan 04:49, ekið bifreiðinni YG-392 á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.“

2. „Fyrir akstur bifreiðar gegn rauðu ljósi, sviptur ökurétti, með því að hafa hinn 13. janúar 2000, klukkan 22:35, ekið bifreiðinni YG-392, sviptur ökurétti, gegn rauðu ljósi, á mótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar.“

3. „Fyrir akstur vélsleða án skráningarmerkja og með farþega, sviptur ökurétti, með því að hafa hinn 28. janúar 2000, um klukkan 15:07, ekið vélsleðanum OM-737, án skráningarmerkja, frá bifreiðaverkstæðinu Bílfossi á Selfossi, og austur eftir Suðurlandsvegi, uns lögreglan á Selfossi stöðvaði aksturinn austan við afleggjara að Laugardælum.“

Í dómi Héraðsdóms Vestfjarða segir:

„Ákærði játar sakargiftum í 2. tölulið ákæru að öðru leyti en því að hann neitar að hafa ekið gegn rauðu ljósi. Ákærði játar háttsemi sem honum er gefin að sök í 3. tölulið ákæru.

Ákæruefnið í 2. tölulið ákæru er byggt á skýrslu lögreglunnar í Reykjavík, dagsettri 13. janúar 2000, klukkan 22:35, ritaðri af Sveini Erlendssyni, lögreglumanni. Brot eru tilgreind vera akstur gegn rauðu ljósi, akstur bifreiðar sviptur ökuréttindum, öryggisbelti ekki notað af ökumanni og öryggisbelti ekki notað af farþega. Segir að eftirlitsmyndavél hafi verið rauðljósa myndavél, ekið beint yfir. Tilgreindar eru „A mynd“ 029.08 og „B mynd“ 030.08, filma 031, kóði 041007 og gult ljós/tími 3.01. Vettvangur er sagður Suðurlandsbraut, nánar Kringlumýrarbraut í Reykjavík. Bifreið er tilgreind númer YG-392, Mitsubishi Lancer 4WD, rauð fólksbifreið af árgerð 1993 í eigu ákærða. Segir síðan í texta skýrslunnar að bifreiðinni hafi verið ekið eftir Suðurlandsbraut í vesturátt yfir Kringlumýrarbraut móti rauðu ljósi. Brotið hafi verið fest á filmu með Traffipax eftirlitsvél. Eigandi bifreiðarinnar sem virðist vera ökumaður, hafi verið sviptur ökuréttindum frá 1. september 1999 til 1. september 2000.

Meðal rannsóknargagna er að finna myndahefti, merkt lögreglustjóranum í Reykjavík, dagsett 20. janúar 2000, með yfirskriftinni „Dagbók lögreglu - stök bókun.“ Er þar „frumbókun“ dagsett 4. desember 1999 klukkan 04:49 og verkefni tilgreint akstur gegn rauðu ljósi á Bústaðavegi/Reykjanesbraut. Í heftinu eru nokkrar ljósmyndir og má á sumum þeirra sjá bíl með tveimur mönnum í framsætum. Á einni myndanna er bílnúmerið GY-392. Tvær þessara mynda eru áletraðar: „h 22, min 35, Dat 13.01.00, CODE 041 007, Y1 3,01, R1 030,08, Foto 031 B, TRAFFIPAX.“ Svo er helst að sjá sem hér sé að einhverju leyti blandað saman brotum í 1. og 2. tölulið ákæru, þannig að dagbókarfærslan eigi við um það fyrrnefnda en myndirnar, a.m.k. sumar þeirra, hið síðarnefnda.

Undir rekstri málsins kvaðst ákærði í fyrstu ekki geta þekkt hvort hann, eða annar maður sem hann nefndi, væri í ökumannssæti bifreiðar á þessum myndum. Var síðan lagt fram af hálfu ákæruvaldsins annað ljósmyndahefti, ásamt bréfi frá Baldvin Ottóssyni, aðalvarðstjóra lögreglunnar í Reykjavík, þar sem segir að samkvæmt beiðni sendi lögreglan í Reykjavík endurunnar myndir úr Traffipax rauðljósamyndavél varðandi ætlað brot ákærða, fyrir akstur móti rauðu ljósi á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Kringlumýrarbrautar og Laugavegar í Reykjavík, þann 13. janúar 2000 klukkan 22:35. Kvaðst ákærði kannast við sig sem ökumann á þessum myndum og viðurkenndi þá að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti en neitaði

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli