Frétt

bb.is | 11.12.2006 | 14:43„Mikið lán að ekki fór verr“

Frá Gemlufallsheiði.
Frá Gemlufallsheiði.
Að sögn Hólmgeirs Pálmasonar sem ók bílnum er fór út af veginum á Gemlufallsheiði í morgun var mesta mildi að ekki fór verr en raun varð þegar að sterk vindhviða svipti bílnum sem hann ók, út af veginum þannig að hann tók tvær veltur niður 50-60 metra. Bílinn valt útaf rétt áður en komið er að þeim kafla á veginum sem vegrið er, en á þeim kafla eru oft mjög miklir sviptivindar að sögn Hólmgeirs. Hann segir ekki gott að segja hvort vegriðið hafði gert gæfumuninn þegar að svo stór bíll á í hlut, en telur það þó líklegt þar sem bílinn var ekki á mikilli ferð. Hólmgeir segir veðrið ekki hafa verið krístískt í morgun, hann segir töluvert blint hafa verið en ekki mikinn vind fyrr en komið var á umræddan stað.

Bíllinn skemmdist töluvert við velturnar en hann kom niður á hjólunum aftur, við velturnar brotnuðu tvær rúður, en settu þau sem í bílnum voru mottur fyrir gluggana og hægt var að hafa bílinn í gangi, svo fólkið varð ekki kalt á meðan beðið var eftir aðstoð. Ekki voru allir farþegar í beltum og því mikið lán að ekki fór verr, Hólmgeir segir að farið hafi eins vel og mögulegt var í stöðunni þar sem enginn alvarleg slys hafi orðið á fólki. Helsta sem hrjáði þá sem í bílnum voru er það sjokk sem fólkið varð fyrir er bílinn valt en einhverjir kenndu sér minni meiðsla eins og verkja í baki, mjöðm og hálsi.

Bíll frá Vegagerðinni sem var að ryðja veginn yfir Gemlufallsheiðinni kom að slysinu stuttri stund frá því að það átti sér stað og gat hann gert lögreglu viðvart, hann þurfti þó að aka nokkurn spotta til að geta hringt, því eins og frá hefur verið greint er ekkert fjarskiptasamband á þeim stað sem slysið átti sér stað.

Hólmgeir segir að vel sé fylgst með veðurspá og færð áður en áætlanabílarnir sem fara á milli Þingeyrar og Ísafjarðar leggi í hann og aldrei sé teflt í neina tvísýnu. Hann segir leiðina hins vegar geta verið varasama og segist stundum hafa velt því fyrir sér sem bílstjóra á þessari leið hvernig það væri að lifa með því ef slys ætti sér stað þegar að hann væri að keyra á milli. Hólmgeir fékk högg á hálsinn í veltunni, þar sem hann fékk toppinn á bílnum í höfuðið en hann vonast samt til að geta farið aftur til vinnu á morgun.

annska@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli