Frétt

Stakkur 51. tbl. 2006 | 21.12.2006 | 09:03Hátíð ljóss og friðar

Í menningu okkar Íslendinga skipa jólin mikilvægan sess. Kristni hefur verið trú megin þorra landsmanna í rúm þúsund ár. Í fyrstu áttu þegnar landsins lítið val, en síðar hafa flestir lifað sáttir við þá staðreynd að heyra til hinni evangelísku lútersku kirkju og áður rómversk kaþólsku kirkjunni. Í seinni tíð hafa heyrst fleiri og háværari raddir um að óeðlilegt sé að einni kirkjudeild sé gert hærra undir höfði en öðrum. Vissulega kann svo að vera, en þrátt fyrir vandræðagang Þjóðkirkjunnar af ýmsum toga sýnast áhangendur flestir sáttir við sinn hlut. Stjórn hennar á hins vegar mikið verk fyrir höndum næstu ár og áratugi svo hún haldi stöðu sinni.

Enginn hefur veitt almennilega skilgreiningu á fjölmenningarlegu samfélagi. Ef til vill er hún ekki til. En ljóst er stöðugur straumur fólks frá löndum með aðra menningu en þá sem við eigum að venjast, mun breyta ýmsu á Íslandi. Þeir sem fyrir eru munu sæta því að margt það er sjálfsagt telst verði ekki vel liðið af þeim sem hingað sækja. Lágmark verður að teljast að gera kröfur um að Íslenska verði mál íbúa Íslands. Vonandi skapast um það samstaða. Kröfur þess efnis munu koma fram að allt sem kann að teljast sérstaða þjóðkirkjunnar verði afnumið. Ásatrúarmenn hafa þegar gert athugasemdir. Áhangendur spámannsins Múhameðs skipa sér fyrr eða síðar í hóp með athugasemdafólkinu. Fleiri koma á eftir.

Enn teljast jól og jólahald þáttur í sameiginlegri menningu Íslendinga, þótt hópar sítji hjá af trúarlegu ástæðum. Þau eru tengd fæðingu Jesú Krists, sem færði fólki mikinn friðarboðskap, sem hverfur í skuggann af öllu amstri mannsins við að ná árangri í lífinu, verða stærri, meiri og ríkari. Ljóst er að sé lesið rétt í boðskapinn þá virðist sá gríðarlegi munur sem er á kjörum fólks í heiminum, ekki í fullu samræmi við kenninguna. Óskapleg fátækt margra ógnar mannkyni öllu. En því miður virðist boðskapur trúarbragða um jöfn kjör ekki ná til nema örfárra. Við Vesturlandabúar horfum til Afríku. Tugir milljóna fólks hafa orðið sjúkdómum að bráð. Koma hefði mátt í veg fyrir stórfellt mannfall af völdum alnæmis með fræðslu og fé. Í stað þess berast innfæddir á banaspjót.

Talað er um fátækt á Íslandi. Margir leggja hönd á plóginn til að bæta úr, þótt af misjöfnum hvötum sé. Jólin eru hátíð ljóss og friðar og öll ættum við að hugleiða hvort og hvernig við getum unnið í anda jólanna í okkar næsta umhverfi og líta víðar yfir sé til þess færi. Heimurinn þarf á friði að halda, en maðurinn virðist ófriðarseggur í eðli sínu. Þess vegna á boðskapur jólanna erindi til okkar allra, óháð trúarbrögðum og uppruna.

Lesendum er óskað gleðilegra jóla og friðar um hátíðir.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli