Frétt

Stakkur 50. tbl. 2006 | 14.12.2006 | 09:01Að fjarlægjast uppruna sinn

Pólitíska sviðið einkennist af óróa og óvæntum uppátækjum, enda þingkosningar í nánd. Formaður Samfylkingarinnar lýsir því yfir á flokksþingi að kjósendur treysti ekki þingflokki hennar. Gárungarnir segja að það hafi tekið hana langan tíma að átta sig á alkunnri staðreynd í íslensku samfélagi. Vestfirðingurinn Guðjón Arnar Kristjánsson sagði Margréti Sverrisdóttur upp starfi framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins, með tölvupósti. Hann telur reyndar aðeins þrjá þingmenn. Margrét birtist í drottningarviðtali í sjónvarpi allra landsmanna og talaði um að dætur stjórnmálamanna væru nefndar krónprinsessur en synir þeirra fengju aðra meðferð. Þjóðin snerist á sveif með henni.

Bæjarstjórnarmeirihluti sveitarfélags er örast hefur vaxið síðustu misseri sprakk og fyrrum samstarfsfélagar deildu um hver hefði svikið hvern og Samfylkingarmaður bar oddvita Sjálfstæðisflokksins þeim sökum að hann hefði hyglað vinum sínum, varð svo að éta það ofan í sig og kenndi fréttamanni Stöðvar 2 um að hafa fært allt úr samhengi. Þetta er bara næstum eins og á Alþingi, sem loks náði málamiðlun um að komast í þráð jólafrí fyrir jól. Þar skemmtu sumir þingmenn sér yfir vantrausti formanns Samfylkingarinnar á félögum sínum á Alþingi. Fjárlögin hurfu í skugga Ríkisútvarpsins, sem mun nú við að vera að koma fréttastöð Stöðvar 2 á hvínandi hausinn.

Allt fjarlægist uppruna sinn með einhverjum hætti ef vel er að gáð og ekki er gætt að því sem tengir menn og stjórnmálaflokka við ræturnar. Rætur Frjálslynda flokksins eru greinilega að slitna frá afkvæminu í huga þeirra sem sitja í þingflokki hans. Margrét er dóttir Sverris Hermannssonar, sem eitt sinn var í Sjálfstæðisflokki og hlaut af honum nokkrar vegtyllur og sumar af betri tegundinni. Hann sleit þær rætur og horfist nú í augu við þá staðreynd að félagi hans á Alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn, núverandi formaður ætlar að slíta ræturnar í annað sinn. Áður hafði Guðjón slitið tengsl við Sjálfstæðisflokk líkt og brautryðjandinn. Þriðji fyrrum sjálfstæðismaðurinn sýnist hafa þar nokkur áhrif á. Það er Jón Magnússon er eitt sinn var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og lét að sér kveða fyrir þann flokk.

Nú á að reyna að ná saman brotunum, því ljóslega nýtur Margrét Sverrisdóttir talsverðra vinsælda og hefur tekist að skapa sér jákvæða ímynd umfram félaga sína í flokknum. Íslendingar eru aukin heldur feimnir eða beinlínis hræddir við að ræða vandann sem fylgir útlendingum í nýju landi og sambúðina við þá sem fyrir eru. Fróðlegt verður að sjá hvort og hvernig til tekst við sáttaumleitanir og hvort nýfengið fylgi í könnunum endist. Það er öllum hollt að muna uppruna sinn.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli