Frétt

Leiðari 50. tbl. 2006 | 14.12.2006 | 08:59Horft til framtíðar

,,Ísfirðingum ætti að vera holt að íhuga að flestir Ísfirðingar búa á Reykjavíkursvæðinu. Þeir hafa leitað suður af ýmsum ástæðum. En þegar aldurinn færist yfir leitar gjarnan hugurinn til heimahaganna. Ef hægt væri að bjóða þessu fólki nútímaíbúðir með öllum þægindum á besta stað á Ísafirði, rétt við miðbæinn og félagsþjónustu aldraðra, með útsýni norður á strönd eða inn í fjörð verður að teljast afar líklegt að 50-60 íbúðir væru fljótar að seljast,“ sagði Úlfar Ágústsson, í viðtali við BB í fyrra mánuði, þar sem hann reifaði hugmyndir sínar um uppfyllingu á Torfnesrifinu, hvar koma mætti fyrir skemmtibátahöfn, aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip, íbúðum aldraðra og útivistarsvæði með meiru.

,,Útópían hans Úlfars“ verður ekki tíundað hér. Aðeins á það bent að kvað sem mönnum kann að finnast um hugmyndir af þessum toga þá sýnir Úlfar áræði um leið og hann tekur stórt skref í að benda á leiðir og opna umræðu um nauðsyn þess að skapa Ísafirði þann sess í íslensku samfélagi sem okkur dreymir um: öfluga byggða þar sem menntun og vísindi; fiskveiðar og fiskirækt og alhliða rannsóknir þar að lútandi og ferðaþjónusta og annar vistbær atvinnurekstur er í fyrirrúmi. Úlfar segir hugmyndina að einkaframtakið standi þarna að verki og bendir á að stóru fasteignafélögin í Reykjavík séu nú þegar farin að hyggja á strandhögg utan höfuðborgarsvæðisins og ,,ef til vill liggur leið þeirra næst á Ísafjörð.“

Skrif Steinþórs Bragasonar um samgöngur á norðan verðum Vestfjörðum hafa vakið athygli. Í greininni ,,Má bjóða þér í vestfirska rúllettu“, sem birtist á bb.is í byrjun árs, dregur Steinþór á glöggan hátt fram hugmyndir sínar um gerð jarðganga til að koma á öruggri akstursleið milli Bolungarvíkur og Súðavíkur, en að hans sögn eru hvorki meira né minna en 102 hættusvæði á leiðinni milli þessara staða. Máli sínu til stuðnings birtir Steinþór útreikninga á kostnaði við gerð jarðganganna.

BB er ekki í stöðu til að sannreina útreikninga Steinþórs Bragasonar á kostnaði við gerð þeirra jarðganga sem hann leggur til að gerð verði til að tryggja öruggar samgöngur á norðursvæði Vestfjarða, né til að meta möguleikana á að hugmyndir Úlfars Ágústssonar verði að veruleika. Eflaust finnst einhverjum innlegg Úlfars og Steinþórs fjarri öllum veruleika. Nær væri að snúa sér að einhverju öðru og brýnna. Hvað sem þessu viðhorfi líður skal fullyrt að við þurfum á mönnum eins og þeim að halda; mönnum sem hugsa stórt og horfa til langrar framtíðar. Öðru vísi náum við ekki því flugi sem nauðsynlegt er til að hér nái að dafna öflug byggð með fjölbreyttu atvinnu- og mannlífi.

Orð eru til alls fyrst. Detti engum neitt í hug er ekki við miklu að búast.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli