Frétt

| 30.06.2000 | 14:34Myndaður á jökultindi Artesonraju

Rúnar Óli Karlsson.
Rúnar Óli Karlsson.
Nú líður að lokum ævintýraferðar Rúnars Óla Karlssonar, umhverfis- og ferðamálafulltrúa Ísafjarðarbæjar, en hann hefur síðasta mánuðinn verið í Perú í Suður-Ameríku ásamt þremur félögum sínum. Þeir hafa klifið þar nokkur helstu fjöllin, en Rúnar Óli er þrautreyndur í ísklifri, bæði hérlendis og erlendis.
Rúnar Óli hefur sent Bæjarins besta netpistla þegar hann hefur „komist í samband“. Síðasti pistillinn barst í nótt og hljóðar svo:

„Eins og ég sagði frá í síðasta bréfi, ætluðum við að reyna næst við tindinn Artesonraju (6023 m). Að komast að fjallinu er mikið ævintýri og þarf að keyra inn Paron-dalinn, sem er mjög þröngur með þúsund metra háa granítveggi á hvora hönd. Ég verð að segja að ég treysti ekki alveg bílstjóranum, því að hann hafði aldrei komið þangað áður. Einn Breti og Kanadamaður ætluðu að koma með okkur, en höfðu heyrt daginn áður að aðstæður á fjallinu væru ekki góðar og hættu því við. Þannig vorum við aðeins fjórir á ferð.

Gangan upp að fjallinu tekur eiginlega tvo daga. Fyrst er gengið í „Campo Morena“ eða „jökulruðningsbúðir“ en síðan er tjaldað á skriðjöklinum og fjallið klifrað daginn eftir. Við ákváðum að fara léttir og sleppa því að tjalda á skriðjöklinum og spara okkur þyngri burð og einn dag. Klukkan tvö að nóttu í Campo Morena vöknuðum við, hituðum vatn og héldum af stað inn skriðjökulinn. Er við komum að fjallsrótum ákvað Ólafur Ragnar að snúa við vegna þreytu, þannig að við vorum þrír sem héldum á fjallið.

Suðvesturfés Artesonraju er ansi langt og bratt. Þetta er um 800 m hækkun og um 1300 m klifur, þannig að eins gott er að láta hendur standa fram úr ermum til að ná niður fyrir myrkur. Uppferðin gekk vel þar til við fórum að nálgast sjálfan tindinn. Þá fór brattinn að aukast meira og skýjabakkar að hrannast yfir fjöllin. Tveir klifrarar sem voru á undan okkur sneru við, en við, sannir Íslendingar, vanir öllum veðrum, ákváðum að reyna að klára síðustu metrana á tindinn, sem við og gerðum.

Breska tímaritið hans Óla, FHM - Hundred Sexiest Women in the World, Special Edition, var að sjálfsögðu með í för og voru teknar myndir af uppáhalds stelpunum. Okkur skilst að hægt sé að vinna viskíkassa fyrir „Letter of the Month“ og ætlum að láta reyna á það!

Nú var farið að huga að niðurleið og ákváðum við að síga niður fyrstu sextíu metrana á snjóankeri sem Ameríkanar höfðu skilið eftir tveimur dögum áður. Þar fyrir neðan voru engin fleiri ankeri og þurftum við að útbúa tryggingar í ísinn eða snjóinn eftir því sem við átti. Það var komin mikil þoka og smávegis snjókoma, þannig að við sáum ekkert hvert við vorum að fara. Á endanum komumst við þó niður á skriðjökulinn klukkan átta um kvöldið og voru öll fótspor á jöklinum horfin undir nýjan snjó, þannig að erfitt var að finna tjaldið. Loks fundum við för sem við fylgdum fram á jökulsporðinn, en treystum okkur síðan ekki upp brattan jökulruðninginn í myrkrinu og þokunni. Það eina sem hægt var að gera var því að láta fyrirberast á jöklinum þar til birti. Eftir klukkutíma skjálfta og smásvefn rofaði til og við fundum tjaldið. Við vorum búnir að vera á ferðinni í 22 tíma og ég aðeins búinn að borða fjórar kexkökur og drekka tvo lítra af vatni.

Þetta er búið að vera mikið ævintýri og allir, þótt ótrúlegt sé, ánægðir með klifrið. Daginn eftir var ekið til Huaraz og etinn pollo (kjúklingur) eins og hver gat í sig látið.

Fjórum dögum seinna héldum við Óli ásamt amerískum félaga okkar, Jesse að nafni, á fjallið Pocaraju, sem er rúmlega 5300 m hátt. Þetta fjall er með mörgum ísklifurleiðum sem okkur langaði að skoða. Í stuttu máli reyndist leiðin sem við klifruðum mjög skemmtileg, en eins og fyrr var erfitt að komast með öryggi sömu leið niður, svo við reyndum aðra leið sem var mun tímafrekari en til stóð. Við enduðum á því að síga niður gil sem ekki sá fyrir endann á, renna niður skriður, þramma yfir snjóskafla, klifra upp í fjallaskarð og síga þar niður, áður en við komumst í tjaldið okkar.

Ívar og Siggi ætluðu að reyna aftur við hæsta fjall Perú, Huascaran (6768 m) og átti að fara á toppinn í dag. Það kemur í ljós hvernig gekk.

Nú erum við hættir öllu klifri (sem sannarlega mun gleðja mömmu). Í staðinn ætlum við að fara að hegða okkur eins og venjulegir túristar síðustu dagana, kaupa minj

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli