Frétt

bb.is | 07.12.2006 | 11:18Reykjavík! boðið á stærstu kaupstefnu tónlistargeirans

Hljómsveitin Reykjavík! gerir það gott.
Hljómsveitin Reykjavík! gerir það gott.

Velgengni hljómsveitarinnar Reykjavíkur! ríður ekki við einteyming þessa dagana. Líkt og sagt hefur verið frá var þeim nýlega boðið að taka þátt í þremur alþjóðlegum tónlistarhátíðum og nú hefur sú fjórða bæst við, og er ekki um neinn smábitling að ræða, heldur stærstu kaupstefnu tónlistargeirans, Midem. Í janúar ár hvert hittast næstum því 10 þúsund atvinnumenn í tónlistarbransanum, frá nærri 100 löndum, úr öllum geirum bransans, frá upptökustjórum, útgefendum, tónlistarstjórum o.s.frv. til að gera samninga, komast í tengsl við önnur fyrirtæki og síðast en ekki síst til þess að líta á heitustu hæfileikamennina í bransanum. Hátíðin fer fram 20.-21. janúar næstkomandi í Cannes í Frakklandi. „Á þessa hátíð koma ekki sömu gæjar og koma á Iceland Airwaves“, segir Haukur Magnússon. „Á þessa hátíð koma yfirmenn gæjanna sem koma á Iceland Airwaves.“

Aðspurður um hvernig hafi komið til að Reykjavík! var boðið á hátíðina segir Haukur að þeir hafi einfaldlega sótt um það á netinu. „Það er annars áhugavert að af þeim hundruðum hljómsveita sem sóttu um eru einungis valdar 6 til 8, og að þessu sinni eru tvö atriðanna frá Íslandi“, segir Haukur og vísar þar til þess að blússöngkonunni Lay Low hefur einnig verið boðið. „Og það er enginn landskvóti – bönd frá Bretlandi, Svíþjóð og Ástralíu sækjast eftir sætum líka og eiga jafna möguleika.“

Til marks um hversu víðtæk og mikil áhrif þessarar hátíðar eru þá má geta þess að bæði Útflutningsráð og Höfuðborgarstofa sjá sér ástæðu til að taka þátt, og veita þeim íslensku plötufyrirtækjum sem sækja hátíðina liðsinni sitt.

Reyndar er alls óvíst hvort Reykjavík! fer á hátíðina, enda kostar stórfé að taka þátt. „Á þessari hátíð fær maður ekki borgað heldur þarf að borga einar 2.500 evrur fyrir að fá að spila. Ef við spilum þá verður það fyrir fulla jakkafatagæja, þarna koma gaurar eins og eigandi Virgin-plötufyrirtækisins. En útgáfufyrirtækið okkar er þeirrar skoðunar að þær þrjár hátíðir sem við höfum verið boðnir á séu nóg, sem ég held að sé rétt. Það er upphefð í því að vera boðið, en ég myndi samt vilja fara líka.“ Hljómsveitin vinnur nú að því hörðum höndum að verða sér úti um styrk til fararinnar, en staðfesta þarf komuna bráðlega. „Ef við fáum styrk staðfestum við komu okkar og reynum svo að finna meiri pening til að fleyta okkur alla leiðina út. En þetta eru auðvitað frábærar fréttir hvort sem við förum eða ekki“, segir Haukur.

Eins og áður segir hefur sveitinni verið boðið að spila á þremur öðrum tónlistarhátíðum. Fyrsta ber að nefna hátíðina Eurosonic sem haldin er í Groningen í Hollandi, en sú hátíð mun víst fjölsótt af fulltrúum evrópskra útvarpsstöðva sem þangað koma í leit að því nýjasta og heitasta í tónlistarheiminum. Sú hátíð stendur yfir frá 11.-13. janúar. Þá hefur sveitinni verið boðið að spila á By:Larm, sem haldin er í Þrándheimi í Noregi, og er ekki ósvipuð og Iceland Airwaves. Síðast en ekki síst ber að nefna hátíðina South by Southwest sem haldin er í Austin, Texas 14.-18. ágúst, en íslenskar sveitir hafa undanfarið verið tíðir gestir á þeirri stóru og miklu hátíð.

Plata hljómsveitarinnar, Glacial landscapes, religion, oppression and alcohol, seldist upp hjá útgefanda fyrir skemmstu og er kominn í aðra prentun. Þá munu lagasmíðar fyrir næstu plötu standa yfir og er ráðgert að upptökur hefjist ekki síðar en í vor.

eirikur@bb.isbb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli