Frétt

bb.is | 07.12.2006 | 05:47Nýhil gerir athugasemd við að Ljósið í Djúpinu sé mest selda ævisagan

Frá útgáfufögnuði Ljóssins í Djúpinu á Hótel Ísafirði í síðasta mánuði.
Frá útgáfufögnuði Ljóssins í Djúpinu á Hótel Ísafirði í síðasta mánuði.

Jaðarútgáfan Nýhil hefur sent Neytendastofu bréf vegna auglýsingu Eddu-útgáfu þar sem ævisagan Ljósið í Djúpinu er sögð vera mest selda bókin í flokki ævisagna. Bókin er eins og kunnugt er um ævi Rögnu Aðalsteinsdóttur bónda á Laugabóli í Laugardal við Ísafjarðardjúp. Bréf Nýhil er svohljóðandi: Nýhil áhugamannafélag (kt. 580203-3960) sendir eftirtalið erindi til Neytendastofu og leitar eftir ákvörðun hennar vegna framferðis Eddu-útgáfu hf (kt. 710800-3590). Í Fréttablaðinu 3. desember sl. birti Edda opnuauglýsingu undir fyrirsögninni ‘Vinsælustu bækurnar’. Eru þar nokkrar bækur forlagsins kynntar og sæti þeirra á metsölulistum Morgunblaðsins og/eða sölulista Pennans-Eymundsson og Bókabóka MM tíundaður. Í tilfelli einnar bókar (Ljósið í djúpinu e. Reyni Traustason) er sæti ekki tilgreint heldur er eftirfarandi texti settur í staðinn: „Mest selda bókin í flokki ævisagna samkvæmt metsölulistum.“

Nýhil gerir alvarlega athugasemd við þennan auglýsingatexta þar eð mest selda bókin í flokki ævisagna samkvæmt þeim tveimur metsölulistum sem voru nýbirtir á þessum tíma er alls ekki umrædd bók heldur er það bókin Hannes – nóttin er blá mamma eftir Óttar Martin Norðfjörð sem gefin er út af Nýhil.

Þann 6. desember hafði útgáfustjóri Nýhils samband við kynningarstjóra Eddu og leitaði skýringa á þessum fullyrðingum. Þær einu skýringar voru gefnar að kynningarstjórinn teldi Hannes – nóttin er blá, mamma ekki sambærilega við bækur Eddu og að Edda réði því hvað og hvernig hún auglýsti. Ekkert kom fram í samtalinu sem benti til þess að vitnað hefði verið til metsölulista annarra en þeirra þar sem Hannes – nóttin er blá, mamma er sannarlega talin mest selda ævisagan.

Nýhil telur hér um að ræða brot á 6. grein laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins (2005 nr. 57 20. maí) – enda hafi „rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum“ verið veittar með því að annað hvort vitna til metsölulista sem ekki eru til eða fara vísitandi rangt með ótvíræðar niðurstöður þeirra metsölulista bóka sem í umferð eru.

Nýhil fer þó aðeins fram á að Edda – útgáfa birti leiðréttingu á umræddri auglýsingu í þeim fjölmiðlum þar sem hún birtist og biðji höfund og útgefanda Hannesar – nóttin er blá, mamma opinberlega afsökunar.“

thelma@bb.isbb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli