Frétt

Björn Davíðsson | 05.12.2006 | 13:54Ótakmörkuð ábyrgð í mono

Björn Davíðsson.
Björn Davíðsson.
Á Alþingi er nú fjallað um frumvarp um að Ríkisútvarpinu RÚV skuli breytt í opinbert hlutafélag. Samkvæmt skuldbindingum íslenska ríkisins gagnvart EES mun vera nauðsynlegt að bregðast við þeim vandamálum sem leiða af ótakmarkaðri ábyrgð ríkisins á skuldbindingum RÚV sem ríkisstofnunar. Til dæmis er talið að lagaheimild til innheimtu afnotagjalds eða nefskatts veiti efnahagslegt forskot á keppinauta og verður að telja að mennamálaráðherra þyki að slíkt geti ekki viðgengist nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, m.a. að vel skilgreind skylda til að láta í té opinbera þjónustu hvíli á viðtakanda ríkisstyrks (RÚV).

Samkvæmt 4. mgr. laga nr. 122/2000 skal RÚV senda út til alls landsins og næstu miða tvær hljóðvarpsdagskrár og minnst eina sjónvarpsdagskrá árið um kring. Ég hef leitt hugann að því hvort RÚV teljist hafa veitt þessa opinberu þjónustu eins og hún er skilgreind í gildandi lögum og hvaða tryggingu landsmenn hafi fyrir því að hún verði yfirleitt veitt.

Að mínu viti er hefur þjónusta RÚV víða á landsbyggðinni lengi verið verulega lakari en á höfuðborgarsvæðinu. Með þessu á ég við að hvorki sjónvarps- né útvarpssendar hafa verið endurnýjaðir eftir því sem ný tækni til að bæta útsendingar hefur boðið upp á. Til undantekninga heyrir að sjónvarp sé sent út með stereohljóði á landsbyggðinni en það var komið á á höfuðborgarsvæðinu árið 1992. Hvað varðar hljóðvarp er RDS-þjónusta víðast hvar ekki í boði úti á landi þó það nái til hringvegs nr. 1 að mestu.

RDS-þjónusta felur m.a. í sér útsendingar á merkjum um á hvaða tíðni næsti sendir er, þannig að þegar ekið er t.d. á milli fjarða, skipta útvarpsviðtæki sjálfkrafa á milli senda sem er bæði til þægindaauka en ekki síður mikilvægt öryggisatriði þar sem leit að útvarpsútsendingum getur truflað einbeitingu bílstjóra við akstur. Engin tímasett áætlun er til um uppbyggingu á RDS-þjónustu á landsbyggðinni.

Útsendingar RÚV til sjómanna á næstu miðum hafa frá upphafi ekki verið í samræmi við lög og er það verulega ámælisvert, sérstaklega í ljósi þess að innheimt hefur verið afnotagjald af hverju einasta skipi þar sem sjónvarp eða útvarp er um borð. Sjónvarpssendingar er varla hægt að tala um, sérstaklega fyrir vestan og austan land. Útvarpssendingar til skipa eru nær eingöngu ein útvarpsrás á langbylgju. Tiltölulega góð lausn er að koma fyrir sjónvarps- og útvarpssendum á Bolafjallli og Gunnólfsvíkurfjalli til að sinna þessari lögboðnu skyldu en það hefur ekki verið gert og er ekki á áætlun. RÚV hefur hinsvegar kannað kaup á rásum til útsendinga hjá rekstraraðilum gerfihnatta til útsendinga en slíkt myndi þó einungis koma að notum á skipum sem eru lengri en 35 metrar að því gefnu að keyptur sé á þau sérstakur móttökubúnaður. Af um 1700 haffærum skipum á skipaskrá má ætla að um 135 skip séu 35 metrar og lengri, þ.e. um 8% skipa. Á móti kemur að áhafnir eru vissulega fjölmennari en á minni skipunum. Hvað þau landssvæði varðar þar sem útsendingar RÚV nást ekki eða illa er einnig ljóst að vegna fjalla er víða þannig háttað að ekki verður hægt að nýta sér útsendingar frá gerfihnöttum. Reiknað er með að fjarskiptasjóður greiði kostnað vegna gerfihnattaútsendinga næstu 3 ár og þær hefjast mögulega á næsta ári en hvað verður eftir það er ekki ljóst.

Fjárveitingar til úrbóta á dreifikerfi RÚV hafa verið í sögulegu lágmarki um nokkurra ára skeið, svo notuð séu orð þeirra starfsmanna RÚV sem ég hef spurt um þessi mál. Nú spyr ég, - er afnotagjaldið og það framlag sem ríkið veitir til að halda uppi þessarri lögboðnu skyldu RÚV ekki nægjanlegt til að halda úti dreifikerfi samkvæmt því? – Er einhver trygging fyrir því að svo verði með setningu nýrra laga um RÚV? – Er þessi ótakmarkaða ábyrgð sem á er minnst í upphafi greinarinnar kannski takmörkuð?

Björn Davíðsson, greiðandi afnotagjalda.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli