Frétt

Stakkur 49. tbl. 2006 | 07.12.2006 | 08:40Aðventan í hraða og skaða

Aðventan er tími væntinga og biðar. Stór meirihluti þjóðarinnar bíður jólanna, en rúmlega 80% hennar tilheyra þjóðkirkjunni. Innflutningur fólks breytir því að nánast allir taki með beinum eða óbeinum hætti þátt í jólahaldi. Flestir taka þó þátt því, þjóðfélagið er undirlagt af væntanlegu jólahaldi sem oft er glæsileg umgjörð um boðskap, sem á erindi allt árið, en bliknar í samanburði við umbúðirnar. Tími ætlaður andlegum undirbúningi er nýttur til kaupa og stundum er asinn mikill því ekki má gefa eftir varðandi jólahaldið. Þó er það svo að fólk kaupir til jólanna til þess að ganga lengra en í stöðugri verslun árið um kring.

Samfélagið sýnir því miður ekki af sér þá mynd að jólin skipi stærsta sess aðventu heldur breytist fátt. Lífið hefur sinn vana gang. Allir vilja ferðast og komast á milli staða óhindraðir. Vestfirðingum þykir hægt ganga í vegbótum og hátíð menntskælinga til þess að minnast fullveldisdagsins, 1. desember, tókst ekki að halda vegna hættu á snjóflóðum á Óshlíðarvegi. Þörf er úrbóta og þær eru til athugunar, þótt Bolvíkingum og fleirum þyki ekki nægilega stórt hugsað. Reyndar hafði slæmt veður, sem hamlaði flugi komið í veg fyrir að hljómsveitin Skítamórall kæmist til að leika undir á dansleiknum. Menn mega ekki gleyma því að nú er kominn vetur og sú staðreynd hefur áhrif á ferðalög fólks um Ísland.

Hraðinn í lífi Íslendinga á 21. öldinni gæti verið of mikill. Kyrrðin er of lítil. Ró hugans er ekki næg. Hverju sem við trúum hvert og eitt, er aðventan okkur tækifæri til að slaka á og gefa okkur nægan tíma til þess að líta upp frá daglegu amstri og leita inn á við að ró og næði. Hraðinn er óumdeilanlega ofsafenginn í umferðinni. Of mörg dæmi sýna það. Eitthvað er að í sálarlífi fólks sem ekur ölvað á meira en 140 kílómetra hraða og þarf svo að handjárna þegar lögreglu tekst að stöðva þennan lífshættulega og glæpsamlega akstur. Lögregla hefur mælt bíla á 200 kílómetra hraða.

Spurning er hvort þessi háttsemi sé birtingarmynd hegðunar ákveðins hluta fólks almennt. Svarið er vart augljóst, en grunurinn sterkur um að svo sé. Á vígvelli umferðar falla landsmenn enn. Nýjasta dæmið sýnir að mörgum liggur of mikið á með skelfilegum afleiðingum. Tveir létust á laugardaginn. Samgöngumanvirki þarf að laga, en þótt ástand þeirra sé ekki eins og við óskum er ábyrgðin okkar sjálfra. Fullveldishátíð í Bolungarvík fór ekki fram. Væntanlegir gestir nutu vafans af tvísýnum aðstæðum. En slíku verður vart við komið á fjölförnum þjóðvegum. Erfitt er að banna umferð sé veður ekki afleitt. En hjá hinu verður ekki komist að velta fyrir sér hver aðventuhugsun þeirra var er skeyttu skapi sínu á lögreglu þegar umferð var stöðvuð vegna banaslyss. Hvar var aðventan í hugum þeirra?

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli