Frétt

visir.is | 06.03.2002 | 22:30Landssíminn mun rísa á ný

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, lagði megináherslu á eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar, í umræðu um tillögu Samfylkingarinnar um skipun rannsóknarnefndar í málefnum Landssímans og einkavæðingarnefndar á Alþingi í dag. Guðni sagði að þótt óheppileg röð atvika og mikil og neikvæð umræða hafi um sinn skaðað Landssímann sem fyrirtæki muni þeirri orrahríð linna. Landssíminn muni á ný rísa sem eitt besta og sterkasta fyrirtæki landsins.
,,Þótt ríkisvaldið verði að draga sig út af samkeppnismarkaði og selja hlut sinn í Landssímanum og ríkisbönkunum á næstu árum, þarf það ekki að gerast í hasti. Við framsóknarmenn teljum að mikilvægt sé nú að hægja ferðina og selja ekki við þessar aðstæður heldur styrkja innviði Landssímans, ráða öflugan forstjóra til fyrirtækisins og hreinsa allt þetta andrúmsloft. Sala Landssímans á ekki að fara fram við þessar aðstæður, við bíðum betri tíma. Það hefur aldrei staðið til að selja Landssímann nema fyrir sanngjarnt verð,\" sagði Guðni og bætti því við að hann hefði saknað þess að lífeyrissjóðir fólksins, sem ættu 700 milljarða í sjóðum sínum og verðu yfir hundrað milljörðum kr. til fjárfestinga á ári, skyldu ekki vilja koma að kaupunum á hlut ríkisins. Lýsti hann þeirri skoðun sinni, að best færi á því að ábyrgur, traustur og óháður aðili eignist ráðandi hlut í fyrirtækinu og ,,fleyti fyrirtækinu þannig á upplýsingahraðbrautinni inn í nýja öld.\"

Guðni sagði aukinheldur að Framsóknarflokkurinn beri fullt traust til sinna manna í stjórn Landssímans. Þótt fulltrúar Samfylkingarinnar hafi reynt að þyrla upp pólitísku moldviðri með því að stökkva úr stjórninni, hafi verið meiri ábyrgð í því að hlaupa ekki frá borði, enda sé fjarri öllu lagi að skella skuldinni á stjórnina.

,,Fulltrúar Framsóknarflokksins hafa sjálfir ákveðið að hverfa úr stjórninni nú á aðalfundi og vil ég þakka þeim góð störf í þágu Landssímans. Þau hafa fullt traust, en við virðum þeirra skoðun að kjósa að hverfa af vettvangi á aðalfundi,\" sagði Guðni.

Guðni sagði að 9-manna rannsóknarnefnd af þessu tagi muni aldrei komast að niðurstöðu. Átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu myndu hins vegar halda áfram langa hríð, en á meðan blæddi Landssímanum út.

Varaformaðurinn vék einnig að þeim málum sem tengist ,,sjálftöku eða spillingu í meðferð fjármuna almennings\" og sagði að viðkomandi verði að sæta ábyrgð og taka afleiðingum gjörða sinna. ,,Slíkt á ekki að þrífast og ég fullyrði að eftirlitsskerfi Alþingis, þ.e. ríkisendurskoðun, er það gott eftirlitsfyrirtæki í dag, að málin upplýsast. Fjölmiðlar eru jafnan mikilvægir og opna, upplýsa og rannsaka spillingarmál. Þeim ber að þakka alveg sérstaklega,\" sagði hann ennfremur og sagði framsóknarmenn hafna þingsályktunartillögunni, enda vilji þeir fremur styrkja og efla ríkisendurskoðun.

Þeta segir í fréttatilkynningu frá þingflokki Framsóknarmanna.

Visir.is

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli