Frétt

bb.is | 04.12.2006 | 16:44Tuttugu og níu nemendur njóta góðs af pólskukennslu

Grunnskólinn á Ísafirði.
Grunnskólinn á Ísafirði.

Áttatíu nemendur eru af erlendu bergi brotnir í grunnskólum Ísafjarðarbæjar, og þar af eru 40 nemendur sem eiga báða foreldra erlenda. Um 30 þeirra eru pólskir, en alls eru þeir nemendur sem nýta sér pólskukennslu nýs kennara sem kenna mun við GÍ og GÖ 29 talsins. Þar af eru 14 nemendur sem fluttu nýverið til sveitarfélagsins. Eins og sagt hefur verið frá vakti það misjöfn viðbrögð meðal lesenda bb.is þegar sagt var frá því að ráðinn hefði verið pólskukennari við skólana og fundu margir að því að bæjaryfirvöld kostuðu þessa kennslu. Í Ísafjarðarbæ búa 284 íbúar með erlent ríkisfang. Þar af eru 150 með pólskt ríkisfang. Þessar tölur eru frá Hagstofu Íslands og miðað við 31. desember síðastliðinn. Skal bent á að stærstur hluti þessa fólks er skattgreiðendur og skila því útsvari til sveitarfélagsins. Samkvæmt frétt mbl.is frá því á laugardag var erlendum ríkisborgurum á Íslandi gert að greiða samtals tæpa 6,4 milljarða vegna tekna sem þeir öfluðu á Íslandi.

Í reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku nr. 391/1996 5. gr. kemur fram réttur nemenda til að fá kennslu í sínu móðurmáli, en þar segir: „Í skólum þar sem því verður við komið og með samþykki viðkomandi sveitarstjórnar, skulu nemendur með annað móðurmál en íslensku fá kennslu í og á eigin móðurmáli í samráði við forráðamenn. Með kennslunni skal stefnt að virku tvítyngi þessara nemenda. Nemendur skulu hvattir til að halda móðurmáli sínu við og rækta það.“ Þá er þetta einnig hluti af grunnskólastefnu Ísafjarðarbæjar, sem samþykkt var haustið 2005, en í henni segir m.a.: „Móðurmálskennsla fari fram á kostnað sveitarfélagsins enda sé ákveðnum lágmarksfjölda náð sem eiga viðkomandi tungu að móðurmáli muni nýta þá kennslu.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðinn er kennari til að kenna nemendum af erlendu bergi brotnu móðurmál sitt í Ísafjarðarbæ, en áður hefur verið kennd serbó-króatíska og tælenska. Segir Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi við Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, að Ísafjarðarbær hafi árum saman reynt að koma til móts við nýbúa með því að bjóða þeim upp á móðurmálskennslu. „Af reynslu annarra norðurlanda höfum við lært mikilvægi þess að hlúa að móðurmálinu. Þar hefur komið í ljós að einstaklingar sem ekki eru sterkir í sínu eigin móðurmáli hafa ekki heldur náð góðum tökum á tungumáli landsins sem viðkomandi býr í.“

Aðspurð um hvort til standi að kenna fleiri tungumál á þennan hátt segir Kristín: „Eins og fram kemur í grunnskólastefnunni þá verðum við að ná einhverjum lágmarksfjölda til að halda úti kennslu í hverju tungumáli fyrir sig. Eins og staðan er í dag dreifast móðurmál annarra nýbúa á mörg mál og því fáir sem eiga sama móðurmál.“

Ísafjarðarbær greiðir fyrir kennsluna, enda eru móðurmálskennarar erlendra tungumála ráðnir á sömu forsendum og aðrir kennarar í sveitarfélaginu. Launakostnaður ásamt námsgögnum er áætlaður um ein milljón króna.

Kennarinn sem ráðinn hefur verið heitir Kinga Jankoaske. Í fréttabréfi Grunnskólans á Ísafirði segir m.a. um ráðninguna „Þörfin fyrir pólskukennslu hefur ekki verið brýnni í mörg ár og því er sérstakt gleðiefni að hægt sé að bjóða nemendum upp á þessa sem móðurmál.“

eirikur@bb.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli