Frétt

Stakkur 10. tbl. 2002 | 06.03.2002 | 15:25Út með svindlarana – nú er komið nóg

Davíð Oddsson hefur með einkar hógværum hætti kynnt þjóðinni að honum hugnist ekki að forstöðumenn stofnana ríkisins, hverju nafni sem nefnast, maki krókinn við skyldustörf sín og ætli sér rýmri hlut en þeim er reiknaður samkvæmt lögum og reglum. Davíð á þakkir skilið fyrir að víkja Guðmundi Magnússyni úr starfi tímabundið sem forstöðumanni Þjóðmenningarhúss. Guðmundur sýndi reyndar af sér þá fádæma fávisku að skrifa í blöð og þakka forsætisráðherra traustið eftir að Davíð hafði umsvifalaust tekið upp skriffærin og ávítað hann fyrir hátternið, þótt með óformlegum hætti væri. Þjóðin las skrif forstöðumannsins agndofa og skildi hvorki upp né niður í neinu. Þjóðin vissi vart sitt rjúkandi ráð. En þá hafði Davíð engar vomur á og út skyldi Guðmundur Magnússon, sem hafði ekki einu sinni til að bera það skynbragð að þegja eftir ávíturnar, sem virtust eiga fullan rétt á sér.

Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður og félagi Guðmundar í því að maka krókinn með útskrift reikninga, sagði af sér sem formaður stjórnar Þjóðmenningarhúss, en þeir félagarnir unnu í verktöku hvor fyrir stofnun hins og munu ekki hafa skorið sjálfdæmd laun ekki við nögl. Auðvitað fær þjóðin nóg af þessu hátterni og sennilega hefur á þeim andartökum sem þetta mál og málefni Landsímans voru mest rædd í þjóðfélaginu verið hvað grynnst á þolinmæðinni gagnvart Davíð Oddsyni forsætisráðherra og ríkisstjórninni. Almenningi var einfaldlega nóg boðið og reyndar miklu meira en svo.

Í málefnum Landsímans hafa skilaboðin greinilega náð eyrum hins ágæta manns Friðriks Pálssonar, en afskipti hans og hegðan sem stjórnarformanns Landsímans hafa komið mörgum, sem töldu sig þekkja til hans, verulega á óvart. Nema Davíð hafi einfaldlega borið Friðriki eða látið bera honum þau skýru skilaboð sem hann tilkynnti þjóðinni um síðustu helgi, að þeir sem sætu í stjórn Landsímans yrðu að njóta trausts ríkisstjórnarinnar og hollast, eðlilegast, heilbrigðast og hreinlegast væri að skipta um alla stjórnina, þótt flestir og þar á meðal nefndur Friðrik hefðu reyndar gert eitthvað gott í stjórninni. Þórarinn er farinn þótt dýr reyndist hann.

Með þessu er Davíð einfaldlega að segja að þeir menn sem ætli sér að njóta trausts hans skuli halda sig á mottunni og muna að eftir leikreglum skal farið. Þeir sem ekki treysta sér til þess verði hreint og beint látnir flakka. Vafalaust á eitthvað enn eftir að koma í ljós þegar sú ágæta og mjög svo þarfa og vaxandi stofnun Alþingis, Ríkisendurskoðun, fer að fletta upp ríkisteppinu víðar og kíkja undir það. Hætt er við að ekki séu öll kurl komin til grafar. Freistingin er greinilega mjög sterk og eins og gamli málshátturinn segir: Það þarf sterk bein til að þola góða daga.

En boðskapurinn er skýr sem betur fer. Sjálftökumenn, sem ekki fara að reglum, skulu ekki sitja í skjóli Davíðs Oddssonar. Hafi hann þakkir fyrir.


bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli