Frétt

Stakkur 11. tbl. 2002 | 14.03.2002 | 10:44Framboðslisti sjálfstæðismanna

D-listinn er kominn fram í Ísafjarðarbæ. Sjálfstæðismönnum er óskað til hamingju með áfangann. Prófkjörsleiðin gekk ekki upp. Hverja sögu verður að segja eins og hún gerist. Auglýst var eftir frambjóðendum í fyrirhugað prófkjör í ársbyrjun. Aðeins tveir áhugasamir gáfu sig fram. Um tvær konur mun hafa verið að ræða, sem báðar munu hafa fengið sæti á listanum þó sennilega ekki óskasætin því bæjarstjórinn Halldór Halldórsson skipar efsta sætið. Hann var ekki í hópi áhugasamra um að bjóða sig fram í prófkjöri. Sá leikur hans reyndist réttur því þar með skákaði hann forystumanni bæjarmálaflokks D-listans, Birnu Lárusdóttur, sem ýmist hefur verið forseti bæjarstjórnar eða formaður bæjarráðs, niður í annað sætið.

Í þriðja sæti listans er annar bæjarfulltrúi, Ragnheiður Hákonardóttir, sem einnig hefur látið til sín taka á undanförnum árum á vettvangi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ og reyndar í Vestfjarðakjördæmi. Í fjórða sætinu er nýr og áhugaverður frambjóðandi, Ingi Þór Ágústsson hjúkrunarfræðingur og sundþjálfari á Ísafirði. Um er að ræða ungan og efnilegan mann, sem kemur nú nýr inn á listann og er ástæða til að binda við hann miklar væntingar. Hann hefur náð góðum árangri með sundfólkið í Vestra og býður af sér góðan þokka. Það er fyrst í fimmta sæti að frambjóðandi úthverfanna nær inn á list-ann. Elías Guðmundsson á Suðureyri er ungur og áhugasamur um framgang Suðureyrar, sem er heimabyggð hans. Í sjötta sætinu er svo Jón Svanberg Hjart-arson varðstjóri í lögreglunni á Ísafirði, en búsettur á Flateyri.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt fjóra af níu fulltrúum í bæjarstjórn Ísafjarðar-bæjar. Svo hefur lengst af verið með D-listann, ef frá er skilið kjörtímabilið 1990 til 1994. Þá voru fulltúarnir aðeins þrír en svokallað sjálfstætt framboð, Í listi, átti tvo fulltrúa, sem töldu sig þó sjálfstæðismenn. En ekki báru þeir tveir listar gæfu til samvinnu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur áratugum saman átt fjölmennasta framboðsflokkinn í bæjarstjórn á Ísafirði. Nú er von nýrra framboða, bæði frjálslyndra, sem margir hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn og framboðs á vegum Halldórs Jónssonar, sem hefur lengi verið skráður félagi í Sjálfstæðisflokknum að því er nokkuð áreiðanlegar heimildir herma.

D-listinn á því sennilega erfiðara starf framundan en oft áður og þarf nú eftir þrjú kjörtímabil að keppa á nýjan leik um atkvæði og stuðning við framboð fyrrum samherja og stuðningsmanna. Við slíkar aðstæður er kosningabarátta erfiðust. Samfylking, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir mega eiga von á auðveldari slag fyrir vikið. Kröftunum verður beint í átök milli manna sem áður stóðu saman. Þeim má gjarnan líkja við það er hjón sem eru að skilja eða hafa nýlega slitið hjúskap sínum takast á. Hitt vekur ekki síður athygli, að Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir og bæjarfulltrúi síðustu tveggja kjörtímabila er hvergi á listanum.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli