Frétt

| 29.06.2000 | 14:31Bolvíkingar kanna réttarstöðu sína

Frá Bolungarvíkurkaupstað.
Frá Bolungarvíkurkaupstað.
Eins og greint var frá hér á vefnum í síðustu viku kom fram í svarbréfi félagsmálaráðuneytisins til Bolungarvíkurkaupstaðar, að það telji ekki heimilt að standa að uppkaupum húsa samtímis gerð snjóflóðavarna. Vegna þessarar niðurstöðu hefur bæjarstjórn Bolungarvíkur samþykkt bókun, þar sem fram kemur að hún harmi þessa ákvörðun ráðuneytisins.
Til að taka fyrir allan misskilning skal bókun bæjarstjórnar, sem er í þremur liðum, birt hér í heild:

„Með tilvísun í svar félagsmálaráðuneytisins sbr. bréf dagsett 2. júní 2000 samþykkir bæjarstjórn Bolungarvíkur eftirfarandi:

a) Harmað er að ekki skuli tekið tillit til samþykktar bæjarstjórnar Bolungarvíkur frá 21. desember 1999 þar sem óskað er eftir stuðningi félagsmálaráðuneytisins við ákvörðun bæjarstjórnar, um varnir gegn snjóflóðum, að heimilað verði að ganga til uppkaupa þeirra húsa sem oftast hefur þurft að rýma og staðsett eru á einu mest meinta snjóflóðasvæði í Bolungarsvík. Er hér vísað til snjóflóða er féllu á húseignir á svæðinu í febrúar 1997 og greint er frá í ofangreindri samþykkt frá 21. desember 1999.

Íbúar á þessu svæði hafa síðan búið við mikla óvissu um líf fjölskyldna sinna ásamt ómældum og miklum óþægindum við tíðar rýmingar.

Þá er með öllu óvitað hvaða aðstæður skapast við framkvæmd varnarvirkja og hver snjóalög verða við íbúðarhús í nágrenni væntanlegs varnar- og leiðigarðs.

Því skorar bæjarstjórn Bolungarvíkur á félagsmálaráðuneytið í samráði við umhverfisráðuneytið að endurskoða afstöðu sína til beiðni bæjarstjórnar um uppkaup húsa sbr. samþykkt frá 21. des 1999.

b) Til að tefja ekki fyrir framkvæmd við hönnun varnarvirkja og koma útboði á framkvæmdarstig, samþykkir bæjarstjórn að þrátt fyrir synjun um uppkaup húsa samtímis vörnum, verði farið í framkvæmdir samkvæmt varnarkosti 4, og óskar eftir að hið fyrsta fari fram útboð hönnunar samkvæmt þeirri ákvörðun, ásamt lengingu þvergarðs til austurs svo sem áður var gerð tillaga um.

c) Þá ítrekar bæjarstjórn fyrri beiðni sbr. lið a) hér að framan og treystir á skilning ráðuneytanna og stuðning þingmanna Vestfirðinga við nauðsyn þess að endurskoðuð verði fyrri ákvörðun ráðuneytanna að teknu tilliti til þeirra sjónarmiða sem fram koma í margnefndri samþykkt frá 21. des. 1999, en þar segir m.a.:

Þeir íbúar sem urðu fyrir efnahagslegu tjóni þegar snjóflóð féll á hús þeirra í febrúar 1997 hafa einnig orðið fyrir „andlegu áfalli“ sem gerir það að verkum að þeir treysta ekki væntanlegum vörnum og geta ekki hugsað sér að búa áfram á svæðinu.“

Í annarri bókun sem bæjarstjórn hefur einnig samþykkt segir: „Bæjarstjórn Bolungarvíkur samþykkir að leita lögfræðilegs álits á því hvort það samræmist stjórnarskrá Íslands, þegar félagsmálaráðuneytið neitar að stuðla að því að Bolungarvíkurkaupstaður fái fyrirgreiðslu sem öðrum sveitarfélögum stóð til boða fyrir aðeins þremur árum.“

bb.is | 30.09.16 | 15:21 Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með frétt Svar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli