Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 30.11.2006 | 16:49Arnkötludal frestað en ný verkefni sett af stað

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Einkennileg röðun brýnna vegaframkvæmda birtist í frumvarpi nýju ríkisstjórnarinnar. Þar er lagt til að fresta framkvæmdum við vegabætur á Vestfjörðum og Norðausturhorni landsins, annars vegar nýjum vegi um Arnkötludal og Tröllatunguheiði milli Strandasýslu og Reykhólasveitar og hins vegar nýjum vegi um svonefnda Hófaskarðsleið á Melrakkasléttu. khgFjárveitingar samtals 500 mkr. eru færðar til um ár, frá 2007 til 2008, 200 mkr. af Arnkötludal og 300 mkr. af Hófaskarðsleið. Í báðum tilvikum seinkar framkvæmdum, ef tillögur ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga. Og í báðum tilvikum er um að nauðsynlegar vegabætur á landssvæðum þar sem byggð stendur höllum fæti.

Útboð átti að fara fram á þessu ári á framkvæmdum við Arnkötludal og framkvæmdum að ljúka á árinu 2008. Í sumar ákvað ríkisstjórnin að stöðva útboðið um ótiltekinn tíma og ekki er stefnt að því á árinu og líklega ekki fyrr en í febrúar –mars á næsta ári. Líklegt er að upphaf framkvæmda tefjist um a.m.k. hálft ár og teflir áformuðum verklokum í verulega tvísýnu. Það er til dæmis ekki víst að búið verða að gera bindandi verksamninga fyrir Alþingiskosningarnar að vori og hver veit hvað ný ríkisstjórn muni gera eftir kosningar. Nýleg reynsla er a.m.k. sú að framkvæmdum var snarlega frestað eftir kosningar þrátt fyrir samþykkt á Alþingi aðeins tveimur mánuðum fyrir þær.

Það má vissulega skilja það að dregið sé úr framkvæmdum í þensluástandi eins og var í sumar, en þessi frestun sem nú er lögð til verður ekki rökstudd með þeim rökum. Af þeirri einföldu ástæðu að hefja á nýjar framkvæmdir við verk á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi á næsta ári fyrir samtals 1 milljarð króna. Tvisvar sinnum hærri fjárhæð en verið er að fresta fyrir vestan og norðan.

Að auki er lagt til að verja 1.000 mkr. meira á þessu ári í nýsmíði á varðskipi og í uppbyggingu fjarskiptakerfisins en áður hafði verið ákveðið. Samtals eru lagðar til nýjar framkvæmdir fyrir 2 milljarða króna á næsta ári svo það er ekki efnahagsástandið sem knýr ríkisstjórnina til þess að fresta framkvæmdum við Arnkötludal og á Melrakkasléttunni.

Jafnvel þótt unnið yrði á næsta ári fyrir lægri upphæðir en lög verja til þessarra tveggja vega þá er engin ástæða til þess að breyta lögunum og færa fjárhæðir til. Ónotuð fjárveiting færist einfaldlega milli ára og verður til ráðstöfunar eins og ekkert hafi í skorist. Ríkisstjórnin sjálf hefur oft á undanförnum árum sótt um fjárveitingar að hausti til í fjáraukalögum þrátt fyrir að meginþungi útgjaldanna falli ekki til fyrr en árið eftir.

Ríkisstjórnin hefur sem sé oft frekað viljað hafa fjárveitingar í fjárlögum og aukafjárlögum fyrr en seinna. Spurningin sem vaknar er því sú: hvers vegna vill hún nú snúa blaðinu við og lækka fjárveitingar næsta árs til þessarra tveggja framkvæmda? Sú staðreynd að aflað er fjárheimilda fyrir nýjum framkvæmdum á sama tíma vekur tortryggni og efasemdir um að til standi að ráðast í framkvæmdirnar. Þetta ráðslag er óskynsamlegt og svigrúmið til framkvæmda að nota til þess að vinna þau verk sem hafa áður verið ákveðin.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli