Frétt

bb.is | 30.11.2006 | 13:0190 ár liðin frá strandi Goðafoss

Goðafoss. Mynd: Íslensk skip III.
Goðafoss. Mynd: Íslensk skip III.
Enn má sjá flakið af Goðafossi undan Straumnesi.
Enn má sjá flakið af Goðafossi undan Straumnesi.
Enn má sjá flakið af Goðafossi undan Straumnesi.
Enn má sjá flakið af Goðafossi undan Straumnesi.
Í dag, 30. nóvember, eru 90 ár liðin frá því að Goðafoss strandaði á Straumnesi norðan Aðalvíkur. Farþegar og áhöfn björguðust, flestir eftir meira en tveggja sólarhringa vist um borð í strönduðu skipinu í ofsaveðri. Skipið sjálft bar hins vegar beinin í fjörunni þar sem enn er hægt að sjá einhverjar leifar þess. Andvaraleysi í skipstjórninni mun hafa valdið því að þetta nýja skip hins unga Eimskipafélags Íslands steytti á urðartanganum undir Straumnesfjalli. Frásögnin af athöfnum þess manns sem mesta ábyrgðina bar á stjórn skipsins og nafngreindrar konu neðanþilja meðan skipið bar af réttri leið hefur lifað æ síðan.

Gufuskipið Goðafoss hélt frá Ísafirði í slæmu veðri um miðnættið aðfararnótt fimmtudagsins 30. nóvember 1916 á leiðinni norður fyrir land en strandið varð um klukkan 3 um nóttina. Loftnet skipsins rofnaði þegar í stað og var því ekki hægt að senda neyðarskeyti. Skömmu síðar slokknuðu öll ljós um borð og hiti fór af vistarverum. Mestur hluti fólksins um borð átti því fyrir höndum dimma og kaldsama vist næstu sólarhringana og margir munu hafa haft litla von um björg.

Í birtingu um morguninn var stýrimaður sendur ásamt fimm hásetum á öðrum björgunarbáti skipsins áleiðis inn til Aðalvíkur eftir aðstoð. Þegar á daginn leið gerði ofsaveður og um kvöldið, þegar ekki bólaði á neinni hjálp, töldu skipbrotsmenn um borð líklegast að báturinn hefði farist. Hann hafði samt komist sína leið heilu og höldnu en vegna veðurs og sjógangs var ekki hægt að leggja í björgunarleiðangur fyrr en á þriðja degi frá strandinu. Um borð höfðu menn áhyggjur af því að einungis einn björgunarbátur var eftir en samtals um 60 manns ennþá í skipinu.

Eftir að veður lægði héldu vélbátar úr Aðalvík ásamt skipsbátnum á strandstaðinn og gekk vel að bjarga öllum sem um borð voru. Var fólkið flutt til Aðalvíkur og komið fyrir í skólahúsinu þar en gufuskipið Flóra, sem statt var á Ísafirði, var fengið til að koma við í Aðalvík og taka farþegana af Goðafossi. Ekki var talið með öllu vonlaust að ná mætti skipinu af strandstaðnum og voru gerðar árangurslausar tilraunir í þá átt. Hins vegar tókst að bjarga mestu af vörunum sem voru um borð og margvíslegum búnaði.

Þegar Goðafoss strandaði var aðeins rúmt ár frá því að skipið kom nýsmíðað til landsins. Fáum mánuðum á undan Goðafossi, eða um miðjan apríl 1915, hafði Gullfoss komið til landsins í fyrsta sinn, einnig nýsmíðaður. Þetta voru fyrstu skip óskabarns þjóðarinnar, eins og það var kallað, Eimskipafélags Íslands, sem stofnað var í ársbyrjun 1914 eftir nokkurra missera undirbúning. Þegar félagið missti Goðafoss var farið að leita eftir kaupum á skipi í staðinn og kom Lagarfoss í fyrsta sinn til landsins vorið eftir.

HÞM

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli