Frétt

| 29.06.2000 | 11:32Ofmetnir stjórnmálamenn – vanmetnir listamenn?

Menningarhátíðin á Ísafirði hefur heppnast einkar vel. Boðið hefur verið ýmiss konar efni, hvert öðru betra. Hér verður lítillega staldrað við sýninguna á gamla sjúkrahúsinu, Vestfirðir og stjórnmál, og samnefnt málþing, sem tengdist opnun sýningarinnar 18. júní síðastliðinn. Alþingismenn voru sýndir á myndrænan hátt á annarri hæð sjúkrahússins, sem Vilmundur Jónsson, þá héraðslæknir og síðar alþingismaður og landlæknir var forgöngumaður að. Var þeim skipt í nokkra flokka. Í fyrsta lagi þá sem voru fæddir á Vestfjörðum og sinntu þingmennsku fyrir Vestfirðinga, í öðru lagi þá sem voru fæddir á Vestfjörðum og gegndu þingmennsku fyrir íbúa annarra héraða og loks í þriðja lagi þá sem fæddir voru annars staðar og gegndu þingmennsku fyrir Vestfirðinga. Á veggjunum blöstu við þjóðþekktir áhrifamenn á Alþingi, fyrr og nú. Fyllsta ástæða er til þess að hvetja alla til þess að líta á þessa merku sýningu, sem er aðstandendum til sóma.

Málþingið var hið fróðlegasta og enn betra fyrir það hve skemmtilegt það reyndist. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður og stjórnmálafræðingur, sem ásamt samþingmönnum sínum og menningarnefnd Ísafjarðarbæjar stóð fyrir þinginu kynnti það og Halldór Blöndal, forseti sameinaðs Alþingis setti það. Svo skemmtilega vill til að Halldór fékk einmitt eldskírn sína á stjórnmálasviðinu hér á Ísafirði fyrir rúmum þremur áratugum.

Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands fjallaði um Jón Sigurðsson. Tókst það vel, en hann gat þess að Jón hefði greinilega gert sér grein fyrir því, að hann yrði þekktur og gætt þess að skjöl persónulegs efnis yrði ekki að finna í skjalasafni sínu að sér gengnum. Því reyndist sagnfræðingum erfitt að skapa mynd af pesónunni bak við þjóðhetjuna. Þó mun Guðjón Friðriksson vera að viða að sér efni í bók um Jón. Verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst. Svavar Þór Guðmundsson sagnfræðingur og kennari fjallaði um Skúla Thoroddsen. Taldi hann fremur ósennilegt að Sigurður skurður hefði orðið Salómon Jónssyni að bana. Tók Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður til varna fyrir Salómon, sem aldrei hefði verið ákærður eða hlotið dóm fyrir hinn meinta verknað. Jóna Símonía Bjarnadóttir fjallaði um rauða bæinn Ísafjörð. Fengur var að erindunum, en skemmtilegust var samantekt Ólafs Þ. Harðarsonar dósents í stjórnmálafræði. Leiddi hann rök að því að vestfirskir alþingismenn hefðu haft áhrif
umfram þingmenn annarra landshluta og tókst að sýna fram á tvennt að ekkert kjördæmanna frá 1959 hefði haft ráðherra Íslands eða forsætisráðherra fleiri ár en Vestfirðingar gátu státað af, þar á meðal samfleytt í 15 ár frá 1927 til 1942. Sé litið til Vestfjarða nú má efast um gagnsemi þeirra fyrir héraðið. Næst verður vikið nánar að því og þá hvort listamenn séu vanmetnir.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli