Frétt

bb.is | 05.03.2002 | 12:47VoiceEra og Póls í samstarf um þróun raddtæknilausna í fiskiðnaði

Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Póls, og Hallur Hallsson, forstjóri VoiceEra, undirrita samstarfssamninginn sl. föstudag.
Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Póls, og Hallur Hallsson, forstjóri VoiceEra, undirrita samstarfssamninginn sl. föstudag.
VoiceEra í Bolungarvík og Póls hf. á Ísafirði hafa gert með sér samning um samstarf varðandi þróun á raddtæknilausnum í fiskiðnaðinum. Fyrirhugað er að nota bæði ISR og Raddþekkir frá VoiceEra til að raddstýra vélum ásamt því að kanna frekar notagildi íslenskrar raddþekkingar á sviði fiskiðnaðar. Samningurinn var undirritaður sl. föstudag í Bolungarvík þegar VoiceEra var með opið hús í tilefni af eins árs starfsafmæli sínu. Þetta er fyrsti samstarfssamningur VoiceEra við fyrirtæki á Vestfjörðum og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins fagnað því sérstaklega.
Ómar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri VoiceEra, segir að með samstarfinu sé verið að tengja saman þá tækni sem VoiceEra og Póls hafa verið að þróa hvort um sig þannig að hægt verði að nýta raddskipanir í fiskvinnslu. Í fyrstu verður skoðað hvernig nýta megi þessa tækni um borð í skipum þar sem sjómenn þurfa að slá talsvert af upplýsingum inn á lyklaborð en gætu mögulega sinnt því með röddinni.

Að sögn Ómars Arnar er sambærileg tækni ekki með öllu óþekkt erlendis en fyrirtækið hefur skapað sér sérstöðu með því að þróa íslenskan hugbúnað sem greinir íslensk hljóð og er nokkurs konar íslensk hljóðorðabók. Því mun þróunarverkefnið fyrst og fremst beinast að því að hanna búnað fyrir íslenska aðila. Þar sem grunnkerfi Raddþekkisins frá VoiceEra er unnið í samstarfi við belgískt fyrirtæki sem náð hefur langt í þróun á raddtæknilausnum, ætti hins vegar að vera auðvelt að heimfæra tæknina fyrir erlenda markaði ef verkefnið gengur vel.

Segir Ómar Örn að nokkur aðdragandi hafi verið að undirritun samningsins þar sem menn hafi tekið sér góðan tíma til að ræða málin. Nú væri hins vegar sjálf vinnan að fara af stað og væri verið að skipa vinnuhóp sem kæmi til með að vinna að þessu tilraunaverkefni.

Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri hjá Póls, segir að fyrirtækið hafi lengi þurft á tækni sem þessari að halda enda auki það afköst ef menn geta notað hendurnar í annað en að mata tæknibúnað á upplýsingum. Hann segir að fyrirtækið hafi fyrir nokkrum árum verið í samstarfi við Háskóla Íslands um sambærilegar lausnir en tæknin hafi þá verið komin of skammt á veg. Hún hafi hins vegar þróast mikið síðan og allar forsendur séu fyrir því að hægt sé að þróa þann búnað sem þarf.

Að sögn Arnar þarf umræddur búnaður að vera fyrirferðarlítill, léttur og umfram allt sterkur þannig að hann henti þeim markaði sem fyrirtækið sérhæfi sig fyrir. Hann þurfi t.d. að þola hávaða og öll þau aukahljóð sem fylgja vélum í skipum og fiskvinnslum. Segir Örn að unnið verði að verkefninu á þessu ári og vonast til þess að á þriðja ársfjórðungi verði það komið í það horf að hægt verði að meta árangurinn og ákveða framhaldið.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli