Frétt

mbl.is | 29.11.2006 | 16:59Dæmdar bætur vegna símahlerana

Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt til að greiða karlmanni 50 þúsund krónur í bætur en sími hans var hleraður vegna meintrar aðildar hans að bruna að Bárustíg 14 á Sauðárkróki þann 4. desember 2004. Einn maður, Elvar Fannar Þorvaldsson, lést í brunanum. Maðurinn var á staðnum þegar eldurinn kom upp. Í kjölfar húsbrunans hóf lögreglan á Sauðárkróki rannsókn á eldsupptökum. Þann 8. desember 2004 var maðurinn yfirheyrður á lögreglustöðinni á Sauðárkróki og við þá yfirheyrslu var honum tilkynnt að hann hefði réttarstöðu grunaðs manns í málinu en hann var einn grunaður um aðild að brunanum og dauða Elvars Fannars.

Í kjölfarið lagði lögreglan á Sauðárkróki fram kröfu um dómsúrskurð við Héraðsdóm Norðurlands vestra um að Landssíma Íslands hf. yrði gert skylt að láta lögreglunni í té upplýsingar um símtöl úr og í símanúmer í eigu mannsins fyrir tímabilið frá kl. 24:00 aðfaranótt föstudagsins 3. desember 2004 til kl. 11:00 laugardaginn 4. desember 2004. Jafnframt var þess krafist að lögreglunni á Sauðárkróki yrði leyft að hlusta á og hljóðrita símtöl við sömu símanúmer frá 9. desember til 22. desember 2004. Ofangreindar þvingunaraðgerðir voru heimilaðar með dómsúrskurði þann 9. desember 2004.

Með bréfi sýslumannsins á Sauðárkróki, dags. 28. febrúar 2005, var manninum tilkynnt að rannsókn málsins væri lokið og það sent ríkissaksóknara til afgreiðslu. Ekki var gefin út ákæra á hendur stefnanda þar sem efni þóttu ekki standa til þess að mati ríkissaksóknara.

Með bréfi mannsins, dags. 23. mars 2005, til sýslumannsins á Sauðárkróki krafðist hann greiðslu miskabóta að fjárhæð kr. 500.000,- vegna hlerunarinnar auk lögmannsþóknunar. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki hafnaði kröfunni með bréfi, dags. 4. apríl 2005, á þeim forsendum að rökstuddur grunur hafi komið upp um að hann væri hugsanlega viðriðinn meinta íkveikju og að yfirlýsingar og háttsemi hans á vettvangi hafi vakið upp slíkan grun.

Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að grunur um aðild mannsins hafi ekki leitt til ákæru og hefur rannsókn málsins verið hætt. „Sýslumaðurinn á Sauðárkróki aflaði lögreglunni heimildar til þess að afla upplýsinga um það úr hvaða símum hringt var í síma stefnanda og í hvaða síma hann hringdi á tímabilinu frá kl. 24.00 aðfaranótt föstudagsins 3. desember 2004 til kl. 11.00 laugardaginn 4. desember sama árs svo og til að hlera síma stefnanda frá kl. 15.00 fimmtudaginn 9. desember til kl. 24.00 miðvikudaginn 22. desember. Voru aðgerðir þessar heimilaðar með úrskurði héraðsdóms Norðurlands vestra sem kveðinn var upp 9. desember 2004. Ekki er sýnt fram á það að stefnandi hafi valdið eða stuðlað að aðgerðum þessum. Standa ákvæði 175. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 42. gr. laga nr. 36/1999 því ekki til fyrirstöðu að fallist verði á kröfu stefnanda um bætur.

Aðgerðir þær sem beitt var við rannsókn ætlaðra brota stefnanda, þ.e. öflun upplýsinga um samskipti hans um síma og hlerun símtala hans, fólu í sér skerðingu á friðhelgi einkalífs stefnanda sem varin er af ákvæði 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár sbr. 9. gr. laga nr. 97/1995. Í ljósi reglunnar um að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð, sbr. 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar sbr. 8. gr. laga nr. 97/1995 og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, verður fallist á það með stefnanda að aðgerðir lögreglu hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart stefnanda sbr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 þar sem fram kemur að heimilt sé að láta þann sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru og persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert er við.

Stefnandi hefur ekki sýnt fram á að lögreglumenn hafi átt frumkvæði að umfjöllun fjölmiðla um brunann að húsinu nr. 14. við Bárustíg 4. desember 2004 og miðast bætur til hans einungis við þann miska, sem felst í skerðingu þeirri á einkalífi hans sem af aðgerðum lögreglu leiddi. Þykja miskabætur til stefnanda hæfilega ákveðnar 50.000 krónur," samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli