Frétt

Stakkur 48. tbl. 2006 | 30.11.2006 | 10:41Tæknileg mistök

Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að rifja upp að lýðræðishefð á Íslandi gerir ráð fyrir því að kjósendur, fólk sem náð hefur átján ára aldri á kjördegi, geti kosið sér fulltrúa til setu í sveitarstjórnum og á Alþingi. Sú hefð er mikilvæg og brýnt að sem flestir handhafar kosningaréttar nýti sér þennan mikilvæga rétt að velja sér til setu í sveitarstjórn og löggjafarstarfa þá sem best er treystandi. Oft fer það saman við hæfileika til stjórnunarstarfa og meðferðar fjármuna borgaranna, sem eiga rætur sínar í sköttum, er á þá eru lagðir. Stundum, og reyndar ekki nærri alltaf, er það ekki svo.

En hinu skal ekki neitað að þótt ekki veljist ævinlega hæfustu mennirnir til að fara með mál almennings á sviði ríkis og sveitar, verður að hrósa þeim sem hafa bæði vilja og löngun til þess að gefa sig að þeim störfum. Allir ætla þeir sér að leggja sitt af mörkum og að sjálfsögðu að gera sitt besta. Oft tekst það, en öllum getur orðið á. Þrátt fyrir að menn geri mistök á fremur að líta á viljann sem oft er meiri en getan. Því ráða margir þættir. Einn er sá að lög setja kjörnum fulltrúum bæði í sveitarstjórn og á hinu háa Alþingis skorður um það hvað má og hvað ekki má. Stjórnarskráin leggur línurnar og þess verður að gæta að ekki sé farið út fyrir ramma hennar við lagasetningu. Mörk sveitarstjórna til ákvarðana ráðast að auki af ramma laganna. Í báðum tilvikum er skýrt að fjárhagsrammi ræður ýmsu. Fjárlög kunna að setja mörk að minnsta kosti um tíma varðandi lagasetningu, sem hefur í för með sér útgjöld.

Þegar maður, hvort heldur karl eða kona, tekur að sér það mikilvæga hlutverk að stýra málefnum almennings má ætla að viðkomandi hafi kynnt sér ábyrgð sína, en hún getur markast af lögum, eins og áður er getið og einnig af viðurkenndu siðferði í samfélaginu hverju sinni. Fyrri afmörkunin er skýr, en hin síðari er oft óljósari og matskenndari. Mikið hefur verið fjallað um prófkjör að undanförnu, kosti þeirra og galla. Fyrrum alþingismaður í einu kjördæmanna vék af Alþingi um skeið vegna dóms fyrir lögbrot, sem telst með hinum alvarlegri, einkum vegna þess að það var framið í opinberu starfi, en slíkt eykur enn alvöru málsins.

Honum var veitt uppreisn æru, tók þátt í prófkjöri og þúsundir völdu hann til setu á framboðslista í næstu alþingiskosningum. Vissulega hafði hann setið af sér sinn dóm og væntu margir góðs af honum. Í sjónvarpi lýsti hann því yfir aðspurður hvort hann iðraðist, að honum hefðu orðið á tæknileg mistök. Það hljómar hrokafullt og margir hljóta að velta því fyrir sér hvort þeir hafi ekki gert tæknileg mistök með því að velja hann til setu á framboðslita. Þeir sem fara með löggjafarvald verða kunna að umgangast lögin með hæfilegri reisn.

Annað er óhæfa og að nota tæknileg mistök sem lýsingu á því sem dómurinn gekk um lýsir vanvirðu í garð kjósenda, því miður.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli