Frétt

bb.is | 05.03.2002 | 09:57Fréttamaðurinn hafnar meintu loðnubrottkasti

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson fréttamaður hafði samband blaðið í morgun og bað fyrir birtingu á meðfylgjandi yfirlýsingu þar sem hann hafnar því alfarið að loðnu hafi verið hent í sjóinn á loðnuskipinu Grindvíkingi GK í lok síðustu viku. Yfirlýsing Magnúsar Þórs er tilkomin vegna kæru Halldórs Jónssonar, fiskverkanda á Ísafirði og greint var frá hér á vefnum í gærkvöldi. Í yfirlýsingunni segir Magnús Þór Hafsteinsson:
,,Það er rangt að bendla myndskeið frá loðnuveiðum, sem birt voru í Ríkissjónvarpinu sunnudaginn 3. mars, við brottkast á fiski á Íslandsmiðum. Þessar myndir voru teknar um borð í loðnuskipinu Grindvíking GK 606 að morgni fimmtudagsins 28. febrúar síðastliðinn. Ég fór í veiðiferð með þessu skipi ásamt Friðþjófi Helgasyni myndatökumanni. Við komum um borð að kvöldi 27. febrúar eftir að skipið hafði landað afla sínum í Helguvík og yfirgáfum það að kvöldi föstudagsins 1. mars þegar skipið hafði snúið til sömu hafnar til löndunar eftir mjög vel heppnaða veiðiferð.

Öll vinnubrögð Rúnars Björgvinssonar skipsjóra og áhafnar hans á Grindvíkingi GK voru til mikillar fyrirmyndar. Þegar á miðin var komið varð ljóst að allt moraði í loðnu. Skipið var nánast fyllt í fjórum köstum, aðeins vantaði nokkra tugi tonna upp á að ná algeru fullfermi. En Rúnar skipstjóri lét hjá líða að taka eitt kast enn. Ástæðan var einföld. Hann vissi að mjög líklega fengist miklu meiri afli í nótina en þurfti til að fylla skipið. Það hefði þýtt að áhöfnin hefði neyðst til að reyna að gefa afganginn eða hleypa niður úr nótinni ella. Rúnar kaus að láta vera að kasta upp á slíka valkosti en gaf mönnum sínum í stað þess skipun um að búast til heimsiglingar.

Á meðan sú vinna fór fram, voru þau myndbrot tekin sem Halldór Jónsson og aðrir landsmenn sáu í fréttum á sunnudagskvöld. Þar mátti sjá smáræði af loðnu, sem hafði sullast niður á dekk Grindvíkings, skolast fyrir borð á meðan áhöfnin bjó skip sitt fyrir ferð til löndunar. Grindvíkingur GK var nánast drekkhlaðinn með 1100 tonn um borð. Það var kaldaskítur á miðunum og þung velta á skipinu. Sjálfur stóð ég uppi á brúarþaki og fylgdist með vinnubrögðunum þegar mannskapurinn gekk frá eftir veiðina. Sú loðna sem sullaðist niður á dekkið fór þangað fyrir slysni við erfiðar aðstæður. Þetta var mjög óverulegt í kílóum talið.

Það hvarflaði ekki að neinum að tengja þetta við brottkast á þeirri stundu. Hvorki okkur fjölmiðlamönnum né áhöfn. Hér voru menn að vinna sín verk eins og best varð á kosið miðað við ríkjandi aðstæður. Að mínu mati komust sjómennirnir á Grindvíkingi GK frá sínum störfum með miklum sóma.

Mér þykir bæði mjög miður og ósanngjarnt að þessar myndir, sem teknar voru um borð í Grindvíking á fimmtudag, skuli að ósekju tengdar umræðunni um brottkast á Íslandsmiðum. Það vandamál snýst að mestu um þann vanda þar sem fiski er hent til að hámarka aflaverðmæti. Þetta átti alls ekki við í þessu tilviki sem menn voru að veiða í bræðslu og það að missa fisk í hafið var óhapp með eftirsjá.

Umræðan um brottkastsvandann á Íslandsmiðum er gríðarlega mikilvæg. Til að nálgast lausnir á þessum viðkvæma vanda verða menn að geta rætt málin af alvöru og á málefnalegan hátt. Að halda sjó, gæta landsýnar og varast illa ígrundaðar upphrópanir. En margir, sem ættu að vita betur, hafa villst af leið og farið í geitarhús að leita ullar þegar finna skal syndaseli í brottkastumræðunni. Í því fúla fjósi má finna bæði Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Guðbrand Sigurðsson forstjóra Útgerðarfélags Akureyringa. Og eru þá bara tveir af mörgum nefndir til bókar.

Þeir fara að verða ófáir „sakamennirnir“ sem tyllt hefur verið upp í næsta ljósastaur án dóms og laga þegar brottkastumræðan er annars vegar. Ég ætla ekki að horfa upp á saklausa áhöfn Grindvíkings GK festa upp á slíka gálga að ósekju fyrir meint brottkast sem aldrei átti sér stað,“ segir Magnús Þór.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli