Frétt

Össur Skarphéðinsson | 28.11.2006 | 17:03Djöfullinn er ekki heimskur

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.
Þegar Hugo Chavez, hinn litríki forseti Venesúelu, líkti Bush Bandaríkjaforseta við djöfulinn mótmælti Ekvadorinn Rafael Correia því af hörku. "Djöfullinn er að sönnu vondur," sagði Correia, „en hann er ekki heimskur!“ Í dag var Rafael Correia kjörinn forseti Ekvador. Líklega hafa við það daprast geð guma í Hvíta húsinu, þar sem fátt er til að gleðjast yfir hvort sem er þessa dagana. Það eru mikil tíðindi að gerast í og við Suður-Ameríku, álfu hjarta míns. Daníel Ortega vann um daginn sigur í forsetakosningunum í Níkaragva, byltingarhetjan og verkalýðsforinginn Lúla var nýlega endurkjörinn í Brasilíu, Evó Mórales vann í Bólivíu og strigakjafturinn með stálhnefana, Hugó Chavez, stýrir Venesúelu.

Þar með má segja að við jafnaðarmenn séum búnir meira og minna að leggja undir okkur Suður-Ameríku. Correia malaði andstæðing sinn, Alvaró Noboa, sem talinn er ríkasti maður Ekvador. Kosningabaráttan var blóðheit og orðljót einsog títt erum pólitísk átök í Suður-Ameríku. Noboa sakaði Correia um að vera kommúnistadjöful en forsetinn nýkjörni svaraði með því að segja Noboa hafa auðgast á blóðpeningum barnaþrælkunar.

Correia er töluvert lengra til vinstri en ég, góður vinur Chavez, og mikill aðdáandi Fidels Kastós - og sjálfur get ég ekki bælt niður aðdáun mína á félaga Fídel sem ég sat einu sinni með einn og hálfan dag á Barbados. En ég væri vísast ekki með tilhneigingu til hægri kratisma ef ég hefði alist upp og byggi í umhverfis þessara félaga okkar Samfylkingarmanna.

Fyrir Bandaríkin er kjör Correia mjög þetta slæm tíðindi. Þau tapa nú áhrifum í hverju ríki á fætur öðru í Suður-Ameríku. Correia hefur þegar lýst yfir að hann hyggist ekki staðfesta samning um fríverslun við Bandaríkin, og ætlar að neita þeim um leyfi til að hafa her í landinu. Þetta kemur ekki á óvart eftir yfirlýsingar Styrmis í Kastljósi í gær um að Kanarnir væru vinum sínum verstir!

Suður-Ameríka er heimsálfa sem stendur hjarta mínu nær. Ást mín á henni stafar ekki aðeins af þeim trausta faðmi sem hún hefur vafið jafnaðarstefnuna einsog móðir sem faðmar langþráð og löngu týnt barn sem forlögin vísa aftur heim. Nei, álfan geymir mína elskuðu Kólombíu sem seiðir mig daglangt og náttlangt til sín með hlýrri minningu um söng og ilm af nýju víni. Þaðan komu synir og dætur hins harðbrýnda Cabrera - sem nú eru öll orðin að Íslendingum og mínum bestu vinum. Þau eru ættuð frá Pasto, þar sem eldfjallið mikla gýs reglulega strókum til himins, á jaðri Ekvadors þar sem félagi Correia er nú að setjast í hásæti valdsins.
Suður-Ameríka er ekki síst mín hjartfólgna álfa af því hún gaf mér tvær dásamlegar kólombískar dætur sem geisla suðuramrísku rökkri úr augum sínum og bera hlýju og lífsgleði frumskógarins í hjörtum sínum. En það dregur ekki úr þeim dyn sem ég hef á Suður-Ameríku að hin alþjóðlega Samfylking er svo að segja búin að leggja álfuna að fótum okkar.

- Össur.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli