Frétt

Leiðari 26. tbl. 2000 | 29.06.2000 | 11:25Áfall

Gjaldþrot Skipasmíðastöðvarinnar á Ísafirði er áfall. Í fyrsta lagi er um að ræða að gamalgrónar atvinnugreinar, sem um langan tíma voru snar þáttur í atvinnulífi útgerðarbæjarins Ísafjarðar, eru ekki lengur til staðar. Í annan stað er staða bæjarfélagsins nú á þann veg að það má ekki við því að atvinnutækifærum fækki. Gjaldþrot Skipasmíðastöðvarinnar og uppsögn 16 starfsmanna hennar er því mikið áfall fyrir bæjarfélagið.

Meginástæður þess hvernig komið er fyrir Skipasmíðastöðinni eru sagðar tvær: Annars vegar síminnkandi viðhaldsverkefni við fiskiskipaflotann og hins vegar undirboð erlendra fyrirtækja í nýsmíðum. Við síðari þáttinn er erfitt að eiga. Meira og minna ríkisreknar erlendar skipasmíðastöðvar með allt að því ótakmarkaða lánafyrirgreiðslu, að viðbættri ríkjandi láglaunastefnu í viðkomandi löndum, hafa á undanförnum árum smám saman sogið merginn úr þeim þætti í iðnmenningu þjóðarinnar, sem skipasmíðar eru. Fyrri þátturinn er aftur á móti bein afleiðing þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í fiskveiðum og útgerð á undanförnum árum, bæði hér um slóðir og á breiðari grundvelli. Við þeirri vá hefði eflaust mátt sporna hvað innlenda þáttinn varðar.

Þröngt í búi

,,Ef okkur tekst ekki að halda úti einum sameiginlegum meistaraflokki á Ísafirði og í Bolungarvík, þá getum við gleymt öllu knattspyrnustarfi í bæjunum, bæði í yngri og eldri flokkum. Það hefur sýnt sig að til að viðhalda áhuga þeirra yngri verða þeir að geta litið upp til einhverra.“

Þetta voru orð formanns knattspyrnuráðs UMFB er blaðið hafði samband við hann þegar leikmenn meistaraflokks KÍB streðuðu við að aura sér inn farareyri fyrir næstu keppnisferð suður á bóginn með flutningi á túnþökum frá Önundarfirði til Bolungarvíkur þar sem nú er unnið að uppbyggingu nýs æfingasvæðis.

Fjárhagsvandi KÍB eru gömul og ný sannindi innan íþróttahreyfingarinnar. Peningakröggur íþróttafélaga, einkum í smærri sveitarfélögum, hafa vaxið ár frá ári og gera áhugafólki um íþróttir sífellt erfiðara að ,,vera með“ en allt fram til þessa hefur þetta kjörorð, ef svo má kalla það, verið innihald þess gildis, sem íþróttir hafa verið taldar hafa fyrir æskufólk. En nú er hún Snorrabúð stekkur í þessum efnum sem svo mörgum öðrum. Og lausnir ekki í sjónmáli.
s.h.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli