Frétt

frelsi.is - ritstjórnarpistill | 03.03.2002 | 12:08Frelsi til að vera heimskur

Eins og nafnið gefur til kynna berst Frelsarinn fyrir frelsi. Eitt af því mikilvægasta er einmitt frelsið til að vera heimskur. Fólk er nefnilega fífl og er Frelsarinn engin undanteking. Hann finnur oft gríðarlega þörf fyrir að haga sér bjánalega. Og ef hann fær ekki útrás fyrir þessar hvatir verður hann bara bældur og komplexaður.
Forsjárhyggjumenn vita jafnvel og Frelsarinn hversu gáfnaskert fólk er. Það er einmitt ástæðan fyrir því að þeir eru forsjárhyggjumenn. Lausn þeirra virðist við fyrstu sýn vera mjög snjöll. Samkvæmt kenningunni er fólk einfaldlega neytt til að taka réttar ákvarðanir. Með öðrum örðum taka æðri ráðamenn ákvarðanirnar fyrir það. En kenningin stenst nátturlega ekki nánari skoðun. Kenningin byggist á því að forsjárhyggjumennirnir sjálfir og yfirvaldið séu ekki jafnheimsk og alþýðan. En þeir eru fólk eins og allir aðrir og fífl eins og allir aðrir. Í þessari hugsanvillu birtist líklega mesta heimska forsjárhyggjumanna.

Ef við leyfum forsjárhyggjumönnum að ráða ferðinni mun aðeins lítill sérhagsmunahópur njóta þessa mikilvæga frelsis, frelsisins til að haga sér heimskulega. Hinir útvöldu einstaklingar geta sukkað, gamblað og lagt í óarðbærar fjárfestingar, allt á kostnað annarra. Þeir fá aldrei timburmenn, gambla bara aftur ef þeir töpuðu síðast og vita ekki einu sinni hvað orðið óarðbært þýðir, hvað þá arðbært.

En af hverju er Frelsarinn svo að öfundast út í þetta lið, sem hefur það eitt sér til saka unnið að hafa það betra en hann? Jú, Frelsarinn ásamt öðrum minni mönnum fær timburmennina, borgar brúsann, og er af biturri reynslu farinn að skilja flókin hugtök eins og arðbærni. En hvað er svo sem hægt að gera, er ekki Frelsarinn alveg jafn vitlaus og þetta lið? Færi hann eitthvað betur með sína eigin peninga? Kannski ekki, en það er bara sanngirnismál að sá sem fær timburmennina fái nú líka að njóta vímunnar sem á undan fylgir, að sá sem leggur alla peningana undir fái nú allavega að kasta teningunum sjálfur.

Svo hafa menn líka misjafnan smekk og kannski finnst Frelsaranum einhver allt önnur vitleysa skemmtileg en ráðamönnum þjóðarinnar. Það er einhvern veginn miklu skemmtilegra að vera bara heimskur á eigin forsendum. Allir eiga að njóta þess að vera heimskir. Ráðamennirnir líka. Þeir verða bara að gera það á eigin kostnað og sætta sig við timburmennina eins og allir aðrir.

Þeir sem hafa ekki frelsi til að taka heimskulegar ákvarðanir hafa heldur ekki frelsi til að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þeir hafa einfaldlega ekki frelsi til að taka eigin ákvarðanir. Þeir sem hafa aftur á móti frelsi til að haga sér heimskulega, haga sér bara býsna oft skynsamlega, sama hversu illa gefnir þeir kunna að vera. Sérstaklega ef þeir þurfa að borga fyrir sukkið og þola timburmennina sjálfir.
HP

Pistill þessi birtist á Frelsi.is

bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli