Frétt

mbl.is | 23.11.2006 | 14:15,,Víkingainnrásin" vekur furðu BBC

Fréttavefur BBC furðar sig á því í dag hvernig Íslendingar geti staðið í jafnmiklum fjárfestingum á Bretlandseyjum og raun ber vitni, sérstaklega í ljósi þess að jafnmargir búi á Íslandi og í bænum Doncaster. Þessu er líkt við innrás víkinga og talin upp þau fyrirtæki sem Íslendingar eiga eða eiga hlut í. Þar eru nefndar verslanirnar Woolworths, House of Fraser, Hamleys, Karen Millen, Oasis, French Connection, Whittards og matvælafyrirtækið Iceland. Hvatinn að greininni virðist vera kaup West Ham Holding, félags Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar, á knattspyrnufélaginu West Ham. Þá er einnig nefnt að Landsbankinn hafi opnað netbankareikninga fyrir breska viðskiptavini og barnaþátturinn Latibær eða Lazytown. Svo virðist sem greinarhöfundur vilji tína allt íslenskt og þekkt til, nefnir listamanninn Ólaf Elíasson og innsetningu hans í Tate Modern, Weather Project, og ungfrú heim 2005, Unni Birnu Vilhjálmsdóttur.

Greinarhöfundur segir það merkasta sem komið hafi frá Íslandi fyrir þessa víkingainnrás vera sjónvarpsmanninn Magnús Magnússon. Þá hafi Björk stokkið fram á sjónarsviðið, hún sé sérvitur eins og svo margir Íslendingar. Nú segi fjármálasérfræðingar að ekki megi gera of mikið úr áhrifum landsins á breskt viðskiptalíf. Erlend fyrirtæki taki lán á lágum vöxtum og láti svo peningana ávaxtast í íslenskum bönkum, þar sem þau fái háa vexti. Þetta hafi aukið greiðslugetu íslenskra fjárfesta en bent á hættuna á ofhitnun íslenska hagkerfisins.

Í greininni segir að áhugi Íslendinga á Bretlandi sé að miklu leyti til kominn vegna tungumálsins, enskunnar. Enska sé þjóðinni töm og sjónvarpsþættir margir á ensku sem sýndir séu í íslensku sjónvarpi. Því er að lokum spáð að vingjarnglegt viðmót Breta til íslenskra fjárfesta gæti kólnað nokkuð í kjölfar kaupanna á West Ham.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli