Frétt

mbl.is | 23.11.2006 | 13:14Stjórnarandstaðan sameinast um eina tillögu við fjárlagaafgreiðslu

Stjórnarandstaðan hefur sameinast um að leggja aðeins fram eina tillögu sem breytingartillögu við aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár en sú umræða hófst á Alþingi í dag. Tillagan snýst um, að framkvæma tillögur sem koma fram í þingsályktunartillögu, sem stjórnarandstaðan lagði fram fyrr í vetur, um nýja framtíðarskipan lífeyrismála en í henni felst m.a. að lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja verði hækkaðar og svigrúm þeirra verði aukið til að afla sér tekna án þess að það skerði lífeyrisgreiðslur þeirra.

Í greinargerð stjórnarandstöðunnar með fjárlagatillögunni segir, að kostnaðarútreikningar, sem gerðir hafi verið á þessum tillögum, sýni að heildarútgjöld, þegar allar tillögurnar verði komnar til framkvæmda, séu tæpir 7,4 milljarðar króna en nettóáhrif hjá ríkissjóði verði um 5,5 milljarðar. Stærsti útgjaldaliðurinn sé hækkun tekjutryggingar í 85 þúsund krónur á mánuði hjá öldruðum og öryrkjum 1. janúar 2007 að viðbættum vísitölubreytingum. Sú tillaga kosti tæpa 3 milljarða en hún gagnist best þeim sem minnstan lífeyri hafa og litla möguleika á að afla sér viðbótartekna.

Stjórnarandstaðan segist með þessu leggja áherslu á að það sé forgangsverkefni í þjóðfélaginu að bæta kjör lífeyrisþega. Það sé hægt að gera með þeirri nýskipan lífeyrismála sem lögð sé til í þingsályktunartillögunni, m.a. með því að koma á afkomutryggingu, svo að lífeyrisþegar fái eðlilegan og sanngjarnan hlut í auknum hagvexti og þjóðartekjum.

Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði á blaðamannafundi í morgun, þar sem tillögurnar voru kynntar að þær væru táknrænar fyrir þá samstöðu sem væri meðal stjórnarandstöðunnar. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, tók í sama streng. Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði m.a., að næðu tillögurnar fram að ganga væri verið að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Sömuleiðis að hvetja til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði.

„Við höfum ákveðið að ekki bara samræma afstöðu okkar til fjárlagafrumvarpsins af hálfu ríkisstjórnarinnar, heldur stöndum við nú saman að tillögum sem stjórnarandstaðan öll leggur fram," sagði Össur á blaðamannafundinum. „Þannig erum við að undirstrika með táknrænum hætti þá samstöðu sem við kynntum hér í upphafi þings með sameiginlegum blaðamannafundi. Stjórnarandstöðunni hefur tekist mjög vel að vinna saman á þessu þingi og við höfum lýst því yfir að ef mál skipast svo í vor að við náum meirihluta, þá munu þessir flokkar þrír tala saman, áður en þeir ræða við nokkra aðra flokka um stjórnarmyndanir."

Ögmundur Jónasson sagði að tillögurnar sýndu í verki að orðin frá því fyrr í vetur um samstöðu stjórnarandstöðunnar væru ekki bara orðin tóm. „Við erum að sýna í verki vilja okkar til samvinnu og til samstöðu," sagði hann.

Helstu atriðin í tillögum stjórnarandstöðunnar þau að tekið verði upp nýtt frítekjumark, sem felur í sé að að bæði ellilífeyris- og örorkulífeyrisþegar geti unnið sér inn 900 þúsund krónur á ári án þess að lífeyrir hins opinbera skerðist. Bendir stjórnarandstaðan á, að tillögur ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir 300 þúsund króna frítekjumarki fyrir ellilífeyrisþega og engu frítekjumarki til öryrkja.

Í öðru lagi leggur stjórnarandstaðan til að tekjutrygging verði hækkuð upp í 85 þúsund krónur á mánuði fyrir ellilífeyrisþega og 86 þúsund krónur fyrir örorkulífeyrisþega, auk breytinga á launavísitölu frá í sumar.

Í þriðja lagi er lagt til að afnumin verði með öllu tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka. Í fjórða lagi er lagt til að vasapeningar þeirra sem dvelja á stofnunum hækki um helming, eða 50%, og frítekjumark sömu einstaklinga verði einnig hækkað um helming, eða úr 50 þúsundum á ári í 75 þúsund krónur.

Í fimmta lagi leggur stjórnarandstaðan til að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar farið er á ellilífeyri. Í sjötta lagi eru skerðingarhlutföll minnkuð, þannig að skattskyldar tekjur umfram 900 þúsund króna frítekjumark á ári skerði tekjutryggingu aðeins um 35% í stað 45% einsog nú.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli