Frétt

mbl.is | 23.11.2006 | 08:38Fyrstu viðbrögð jákvæð

Fyrstu viðbrögð við kaupum Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar á enska knattspyrnufélaginu West Ham eru jákvæð, bæði hjá stuðningsmönnum félagsins og enskum fjölmiðlum. Starfsfólk félagsins og stuðningsmenn liðsins sem Morgunblaðið ræddi við á Upton Park og nágrenni voru á einu máli um að útlit væri fyrir bjartari tíma, undir stjórn Eggerts sem nýs stjórnarformanns. Starfsfólkið á Upton Park var létt í lundu og enginn óttaðist um sína framtíð þó Íslendingar hefðu tekið völdin.

Terry Brown, sem hefur verið stjórnarformaður West Ham um árabil, hefur verið þokkalega farsæll í starfi og þótt afar hollur félaginu, enda sagður hafa misst aðeins af átta leikjum samtals undanfarinn aldarfjórðung. En hann hefur mátt þola sívaxandi gagnrýni stuðningsmanna fyrir metnaðarleysi og það fór í taugarnar á þeim að hann skyldi ávallt selja bestu leikmenn liðsins. Eins og þá fimm sem nú eru í enska landsliðshópnum og spila með öðrum liðum, Rio Ferdinand, Frank Lampard, Joe Cole, Michael Carrick og Jermain Defoe.

Dagblaðið Evening Standard segir að Brown fái 30 millj. punda af söluverðinu í eigin vasa þar sem hann hefur verið aðaleigandi.

Eggert snart greinilega réttan streng í hjörtum stuðningsmanna West Ham með viðtölum sínum við breska fjölmiðla í gær og hefur því augljósan meðbyr í byrjun. Orð hans um að byggja liðið upp jafnt og þétt og setja stefnuna á Meistaradeild Evrópu hafa fallið í góðan jarðveg.

Trevor Brooking, einn af dáðustu leikmönnum allra tíma hjá West Ham, sagði í gær að sér litist afar vel á hugmyndir Eggerts. "Ég tel að hann sé rétti maðurinn til að leiða félagið inn í nýja tíma. Hann virðist þekkja vel hefðir félagsins og hafa hagsmuni þess að leiðarljósi," er haft eftir Brooking í Daily Express.

Enskir fjölmiðlar sögðu í gær að Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, hefði nú augastað á þremur leikmönnum sem hann hefði áhuga á að fá til sín í janúarmánuði og líklegt væri að hann myndi leita til íslensku eigendanna um fjármagn til kaupa á þeim.

Það eru Tranquillo Barnetta, svissneskur landsliðsmaður hjá Leverkusen í Þýskalandi, James Milner, kantmaður Newcastle, og Ashley Young, sóknarmaður Watford. West Ham reyndi að fá Barnetta til sín síðasta sumar en þá hafnaði Leverkusen 4,8 milljón punda tilboði enska félagsins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli