Frétt

mbl.is | 02.03.2002 | 08:55Barrichello vinnur slaginn um ráspólinn á brautarmeti

Þar sem ekki stytti upp í Melbourne seinni helming tímatökunnar dugði tíminn sem Ruben Barrichello hjá Ferrari setti eftir 15 mínútna akstur til ráspóls. Var þetta fjórði ráspóll Barrichello á ferlinum og þriðji við svipaðar aðstæður og nú. Setti hann nýtt brautarmet, 1:25,843 mín. Félagi hans Michael Schumacher varð annar og þriðji bróðir hans Ralf hjá BMW.Williams.
Í kappakstrinum á morgun hefja liðsfélagar keppni af fremstu rásröð í Melbourne sjöunda árið í röð, þar af Ferrari öðru sinni í röð. Michael Schumacher mun freista sigurs þriðja árið í röð en það hefur engum tekist í Melbourne. Fyrstu fjórir ökuþórarnir óku allir undir ráspólstíma Schumachers frá í fyrra.

Ralf Schumacher gerði aðeins eina tímatökutilraun en báðir Ferrari-þórarnir tvær. Félagi Ralfs, Juan Pablo Montoya, gerði sömuleiðis eina tilraun en vegna smávægilegra mistaka er hann bremsaði inn í eina beygjuna hafnaði hann í sjötta sæti.

David Coulthard hjá McLaren var um tíma á ráspól þótt Ralf Schumacher bætti um betur hálfri mínútu seinna. Dugði tími Coulthards til fjórða sætis og félagi hans Kimi Räikkönen hefur keppni á morgun í fimmta sæti. Fyrsti tímatökuhringur Coulthards fór forgörðum er bíll hans og Jacques Villeneuve hjá BAR snertust með þeim afleiðingum að silfurörin snarsnerist á brautinni.

Athygli vekur hversu slakur árangur Jagúar-bílanna er en þeir urðu m.a. aðsjáá eftir öðrum Minardi-bílnum fram úr sér. Staðfestir það mistökin sem gerð voru við hönnun bílsins í vetur en framvængur hans reyndist gallaður, og þar með aðrir loftaflsfletir einnig, vegna reikningsskekkju.

Eini ökuþórinn sem ekki náði að setja tíma til að duga sjálfkrafa til að komast inn í keppnina var Takuma Sato hjá Jordan. Gírkassinn í bíl hans bilaði í fyrstu atrennu og varð hann undir lokin að notast við bíl Giancarlo Fisichella og gat því ekki ekið á ný fyrr en brautirnar voru rennblautar af rigningu.

Fyrir kappaksturinn á morgun er spáð sólskini og hlýrra veðri en í dag.

Mbl.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli