Frétt

mbl.is | 22.11.2006 | 15:59Segir ráðningu Halldórs muni hafa góð áhrif á norrænt samstarf

Talsverðar umræður urðu á Alþingi í dag um aðdraganda þess að Halldór Ásgrímsson var ráðinn framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar en hann tekur við starfinu um áramótin. Spurt var um hvort ráðningin hefði verið niðurstaða hrossakaupa milli norrænu ríkjanna en samstarfsráðherra sagði það af og frá og ákvörðunin hefði verið tekin á grundvelli hæfni og reynslu þeirra tveggja manna, sem boðnir voru fram í starfið. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, lagði fram fyrirspurn á Alþingi um það með hvaða hætti íslensk stjórnvöld stóðu að kjöri framkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar, hvort samstarf hefði verið haft við norsk stjórnvöld í þessu máli og hvort samstarfsráðherra teldi, að að vinnubrögð í málinu muni hafa áhrif á starfsemi Norðurlandaráðs í framtíðinni.

Magnús sagði, að svo virtist, sem Norðmenn og Íslendingar hefðu komið sér saman um frambjóðenda og komið því til leiðar á bak við tjöldin að þetta niðurstaðan yrði sú að Halldór fengi starfið. Síðan hefðu farið fram hrossakaup í framhaldinu og ákveðið, að Finnar fengju sérstaka skrifstofu menningarmála til sín, en finnskur ráðherra sóttist einnig eftir starfi framkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar.

Jónína Bjartmarz, samstarfsráðherra, sagði að núverandi framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar hefði tilkynnt 24. ágúst, að hann sæktist ekki eftir framlengingu á starfssamningi sínum. Í kjölfarið hafi Geir H. Haarde, forsætisráðherra, farið þess á leit við Halldór Ásgrímsson að hann gæfi kost á sér til starfsins. Geir ræddi í kjölfarið við forsætisráðherra hinna Norðurlandanna og sagði að Ísland sæktist eftir stöðunni og byði Halldór fram.

Jónína sagðist hafa kynnt framboðið á lokuðum fundi samstarfsráðherra Norðurlanda í september og þar hafi komið fram að Finnar sæktust einnig eftir stöðunni. Þar var ákveðið, að ákvörðun um næsta framkvæmdastjóra yrði tekin á grundvelli hæfni og reynslu frambjóðenda. Á fundi í október var síðan ákveðið að ræða við báða kandídata þar sem kæmi fram framtíðarsýn þeirra á norræna samstarfið. Að loknum þeim viðræðum í lok október var ákveðið að ganga til samninga við Halldór.

Jónína sagðist telja, að vinnubrögð í þessu máli muni hafa mjög góð áhrif á samstarfið í Norðurlandaráði.

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist telja ummæli Magnúsar Þórs um að ýmislegt hefði verið brallað í reykfylltum bakherbergjum væru afar ósmekkleg þar sem enginn deildi um hæfi Halldórs til að gegna þessari stöðu. Ekkert hefði verið athugavert við atburðarásina og ráðning Halldórs muni án efa verða til þess að efla Norðurlandaráð.

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagðist telja að Halldór hefði gert afdrifarík mistök þegar hann setti landið á lista yfir vopnfúsar og stríðsfúsar þjóðir sem studdu innrásina í Írak. Reynsla þjóðarinnar af störfum Halldórs hefði því ekki alltaf verið góð.

Björgvin G. Sigursson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði rétt að Halldór ætti að baki langan og glæsilegan feril í valdapólitísku samhengi en hitt væri einnig rétt, að ákvörðunin um vera Ísland á lista yfir vígfúsar þjóðir væri hörmuleg og varpaði skugga á feril Halldórs og ríkisstjórnarinnar.

Magnús Þór Hafsteinsson sagði, að Dagný ætti ekki síður að skamma finnska þingmenn en sig, en Finnar hefðu gagnrýnt ráðningu Halldórs harkalega og einkum það að tilnefningu Íslands hefði verið haldið leyndri lengi. Ekki væri annað að sjá, en að á ferðinni hefði verið ansi umsvifamikið baktjaldamakk og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs virtist til dæmis ekki hafa haft hugmynd um tilnefningu Halldórs fyrr en á lokastigum málsins.

Magnús sagðist lýsa efasemdum um að stjórnmálamenn, sem hefðu gert jafn hroðaleg mistök og Halldór gerði, þegar hann tók þátt í að setja Ísland á lista yfir viljugar þjóðir í Íraksstríðinu, ættu erindi út fyrir landsteinana.

Jónína Bjartmarz sagðist telja að ummæli um Íraksstríðið í tengslum við kjör framkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar væru ósmekkleg. Þá sagði hún, að fyrir hefði legið að tveir mjög vel hæfir kandídatar hefðu verið í umrædda stöðu en slíkt hefði ekki gerst áður. Þess vegna hafi verið ákveðið að leggja hæfni og reynslu til grundvallar ráðningunni. Niðurstaðan hefði verið klár, að Halldór væri æskilegastur í starfið. Sagðist Jónína vilja lýsa því yfir, að hún hefði orðið var við mikla og víðtæka ánægju með ráðningu Halldórs.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli