Frétt

visir.is | 22.11.2006 | 11:05Kemur til greina að hætta keppni

Sérkennilegt mál kom upp á sunnudaginn var þegar ÍBV átti að leika gegn Hetti frá Egilsstöðum í 1. deildinni í handbolta. Bikarleikur liðanna fór fram í Vestmannaeyjum á laugardeginum og að ósk Hattarmanna var deildarleikur liðanna færður á sunnudaginn til að spara þeim ferðakostnað. Allar forsendur voru fyrir því að leikurinn gæti farið fram á sunnudeginum en Hattarmenn ákváðu að fara áður en leikurinn fór fram vegna slæmra verðurskilyrða. Strax á laugardeginum var ljóst að útlit væri fyrir slæmt veður á sunnudeginum og næstu daga og á sunnudagsmorguninum var ferð Herjólfs til Þorlákshafnar flýtt til hádegis vegna veðurútlits. Af þeim sökum brugðu leikmenn Hattar á það ráð að fara með Herjólfi í þá ferð án þess að hafa fengið jákvætt svar frá HSÍ um frestun á leiknum. Hattarmenn voru að vísu ekki þeir einu sem yfirgáfu svæðið því að dómarar leiksins fóru með liðinu í sömu ferð til Þorlákshafnar.

HSÍ sendi svo í gær bréf til Hattar þar sem fram kemur að ÍBV hafi verið dæmdur sigur í leiknum, 10-0, auk þess sem Hetti ber að greiða sekt sem nemur 250 þúsund króna eins og reglugerð 2.2.12 í lögum HSÍ segir til um. Reglugerð 2.2.12 í lögum HSÍ er svohljóðandi: „Mæti lið ekki til leiks í móti þar sem leikið er heima og heiman samkvæmt mótaskrá HSÍ, og hefur að mati mótanefndar ekki löglega ástæðu, skal lið í meistaraflokki greiða kr. 250.000 í sekt til HSÍ, en lið í yngri flokkum kr. 100.000. Auk þess skal það lið sem mætir ekki greiða hinu liðinu sannanlega útlagðan kostnað vegna undirbúnings leiksins."

„Við skiljum þeirra afstöðu en okkur ber að fara eftir settum reglum, enda eru það félögin sem samþykkja þær reglur. Við höfum í raunninni ekkert um annað að ræða," sagði Róbert Geir Gíslason, yfirmaður mótamála hjá HSÍ, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Dómararnir fóru ekki fyrr en það var orðið fyllilega ljóst að Höttur yrði ekki á staðnum," bætti Róbert Geir við.
Einar Ben Þorsteinsson, formaður handknattleiksdeildar Hattar, var ekki ánægður með þá ákvörðun HSÍ að dæma þeim tap í leiknum og sekta félagið um 250 þúsund krónur.
„Við erum alveg gráti næst yfir þessu. Við margóskuðum eftir því að þessum leik yrði frestað vegna veðurútlits á föstudaginn, laugardaginn og sunnudagsmorgninum. Leikmenn tjáðu okkur að þeir gætu ekkert verið í einhverri óvissuferð fram á miðvikudag og því tókum við þessa ákvörðun. Ef leikmennirnir hefðu atvinnu af handknattleik þá myndi málið horfa öðruvísi við," sagði Einar Ben.

„Við viljum spila okkar leiki og við erum ekki félag sem gengur í burtu frá hálfkláruðu verki," bætti Einar Ben við en Höttur hefur möguleika á að kæra málið til dómstóls HSÍ í þeirri von um að fá dómnum hnekkt. „Við erum komnir með lögfræðing í málið."
„Okkur hefur alveg dottið í hug að hætta keppni ef sektinni verður ekki hnekkt. Þegar okkur er ekki sýndur skilningur í svona máli, sem mér finnst liggja alveg borðliggjandi fyrir, þá skilur maður ekki alveg hvaða hugsjón liggur að baki. HSÍ er myndað af félögunum en ekki öfugt," sagði Einar Ben.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli