Frétt

bb.is | 22.11.2006 | 07:04Nýju götunöfnin á Skeiði: Greinargerð Ólínu og Jónu Símoníu

Hverfið sem brátt fær væntanlega heitið Tunguhverfi.
Hverfið sem brátt fær væntanlega heitið Tunguhverfi.
Eins og sagt hefur verið frá stendur til að breyta götunöfnum í nýja hverfinu á Skeiði í Skutulsfirði, sem hingað til hefur verið kallað Lundahverfi en verður héðan í frá væntanlega nefnt Tunguhverfi. Þær Ólína Þorvarðardóttir, formaður Vestfjarða-akademíunnar, og Jóna Símonía Bjarnadóttir, sagnfræðingur, voru fengnar til að koma með nýjar tillögur að götuheitum þar sem nöfn af skógarlundum þóttu hvorki í anda sögulegrar né náttúrulegrar hefðar á svæðinu. Ákveðið var að kenna göturnar frekar við tungur, enda eru göturnar í landi Tungu. Í greinargerð frá þeim stöllum má fræðast um rökstuðning að baki nýju götuheitunum. Þar kemur ýmislegt áhugavert fram sem allir eru sér ekki endilega að fullu meðvitaðir um, eins og að Hrauntunga er nefnd eftir landinu upp af Tungudal sem kallað er Hraunið, og margt fleira. Greinargerð Ólínu og Jónu Símoníu fer í heild sinni hér að neðan.

„Með bréfi Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra, dags. 7. nóvember s.l., var okkur falið að koma með tillögur að nýjum nöfnum á götur í nýja hverfinu í landi Tungu í Skutulsfirði. Áður hafði bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkt þann 19. október s.l. að breyta götnöfnum í hinu nýja hverfi „þannig að þau taki mið af sögu og landsháttum hverfisins.“

Í greinargerð með tillögunni sem bæjarstjórn samþykkt 19. október s.l. er gert ráð fyrir að hin nýju götunöfn „taki mið af nafni jarðarinnar Tungu og forskeyti taki mið af landsháttum, búnaðarháttum, náttúrufari og sögu jarðarinnar”. Jafnframt fylgir listi flutningsmanns yfir allmörg götunöfn sem komið gætu til greina.

Við tókum þegar til starfa og höfum nú haldið þrjá vinnufundi. Leggjum við til ný nöfn á sex götur sem þegar eru til staðar í Tunguhverfi og að auki nokkur nöfn til viðbótar fari svo að hverfið stækki. Tókum við það ráð, sem víðast hvar er viðhaft í þéttbýli núorðið, að láta götunöfnin fylgja stafrófsröð til hagræðingar fyrir þá sem koma inn í hverfið.

Gögn þau sem lögð voru til grundvallar tillögum okkar eru:

1) Örnefnaskrá fyrir jarðirnar Efri-Tungu og Neðri-Tungu í Tungudal, sem Bjarni Halldórsson bóndi í Tungu skráði fyrir Örnefnastofnun.
2) Skipulagsuppdráttur fyrir Tunguhverfi (áður Lundahverfi).
3) Upplýsingar um gróðurfar og landsnytjar í Tungulandi.
4) Ábendingar þær sem fram koma í greinargerð Sigurðar Péturssonar bæjarfulltrúa með tillögunni sem samþykkt var í bæjarstjórn 19. október 2006.
5) Eldri tillögur sem komið hafa fram um götunöfn í Tunguhverfi - m.a. tillögur sem bárust umhverfisnefnd frá almenningi í hugmyndasamkeppni vorið 2003.

Tengsl hinna nýju götunafna við örnefni sem að okkar mati er vert að varðveita í götuheitum og geta auk þess farið vel með viðskeytingu –tunga, eru sem hér segir:

Ártunga vísar til árinnar sem rennur um Tungudal. Auk þess eru örnefnin Ártungur, Ártunguhvolf og Ártunguhjalli ofar í dalnum. Þá er Árdalur ekki langt undan, en svo nefnist „allt undirlendið meðfram Úlfsá fram að brekku.“

Bræðratunga vísar til bræðranna í Tungu sem gáfu allt land Neðri-Tungu til heimilis fyrir fatlaða. Heimilið sem bar nafnið Bræðratunga hefur nú verið lagt niður en húsin tvö sem vistuðu starfsemina standa við Skógarbraut. Er óvíst hvort nafnið muni haldast á byggingunum. Fordæmi er fyrir því að gata hafi tekið nafn af húsi sem stendur á öðrum stað, en það er gatan Brautarholt sem liggur ekki langt frá húsinu Brautarholti við Djúpveg.

Hrauntunga dregur nafn af landinu upp af Tungudal sem kallað er Hraunið, en það liggur framan við Fremri Þveráardali að Þverfjalli.

Jarpartunga dregur nafn sitt af mýrlendi fyrir „ofan og heiman kartöflugarðana“ neðan við Kolfinnustaði sem bar heitið Jörp.

Klappatunga vísar til örnefnisins Klappir sem er neðan við grjótnámuna í námunda við Vegagerðina, í landi Tungu.

Nóntunga vísar til ýmissa Nón- örnefna í námunda við Tunguhverfi. Nónmýrar hétu til dæmis slægjublettir fram með veginum sem liggur upp Dagverðardal og Nónmýrarbrekka neðan við Vegagerðina.

Tjarnartunga dregur nafn sitt af Tjörninni sem var vinsælt leiksvæði barna innst á túninu, rétt ofan við Neðri-Tungu.

Vallatunga vísar til þess að þarna er vall-lendi, en sem valkost leggjum við líka til:

Veitutunga eftir mýrarstykki neðan við Tungutúnið sem nefnist Veita.

Í örnefnaskránni eru einnig upplýsingar um landsnytjar og gróðurfar í Tungudal. Þar kemur fram að fífa, stör og reyr hafa vaxið í landi Tungu. Hafa tillöguhöfundar einnig litið til þess í nöfnunum Fífutunga, Startunga og Reyrtunga.

Ýmis önnur örnefni gátu komið til álita, en vegna þess hvaða forsendum var unnið út frá, rötuðu þau ekki inn í tillögu okkar. Má þar nefna Austmannsfall, Orustuhól, Lögréttu og Þinghól. Allt eru það falleg heiti sem vert er að hafa í huga ef einhvern tíma verða skipulögð þarna svæði til afmarkaðra nota, t.d. leikskóli eða leikvöllur, almenningsgarður, fótboltavöllur – eða ef stofnanir eða stórbyggingar rísa á þessum stöðum.“

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli