Frétt

kreml.is - Eiríkur B. Einarsson | 28.02.2002 | 19:53Tortímandinn

Eiríkur B. Einarsson.
Eiríkur B. Einarsson.
Manni falla nánast hendur að fjalla um ógnaröldina í Palestínu og þá grimmilegu herför sem fasistinn Ariel Sharon rekur í skjóli sögulegs samviskubits bandamanna frá því í síðari heimstyrjöldinni.
Það var til að mynda hlálegt að fylgjast með Hillary Clinton og þeim ummælum sem hún lét falla í Jerúsalem um daginn. Þessi annars ágæti öldungardeildarþingmaður -sem sannarlega heillaði heimsbyggðina sem forsetafrú Bandaríkjanna - féll í þann grautfúla pytt sem bandarískir stjórnmálamenn gera gjarnan að gerast undirlægjur Ísraelslobbýsins í Bandaríkjunum. Þarna stóð hún við grátmúrinn og vældi um hvað Arafat væri vondur, - að þessi roskni leiðtogi Palestínumann bæri ábyrgð á blóðsúthellingunum í mið-austurlöndum.

Skýringanna á þessum undarlegu ummælum, sem virðast algerlega úr takti við heimsýn Clinton hjónanna að öðru leiti, er að finna í bandarískri innanríkispólitík. Það er þekkt að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum sem hafa hið þaulskipulagða og fjársterka Ísraelslobbý á móti sér ná ekki frama þar í landi. Fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum var Hillary sökuð um anti-semitisma og síðan hefur hún í örvæntingu reynt að sýna fram á hið gagnstæða. Fyrr má nú rota en dauðrota.

Þessi sögufölsun sem hagsmunagæslumenn Ísraelsstjórnar hafa smíðað, og Hillary bergmálar, virkar kannski á almenning í Bandaríkjunum sem ekki hefur beinlínis verið frægur fyrir gegnheila söguþekkingu en smám saman virðist manni samt sem alþjóðasamfélagið sé að átta sig sannleika málsins og þeim voðaverkum sem leiðtogar Likud bandalagsins í Israel hafa framið á undanförnum árum og áratugum.

Til að mynda vakti það mikla hneykslan og í raun reiði hér í Noregi þegar það varð uppvíst um daginn að Noregur hefði átt í lítilsháttar vopnaviðskiptum við Ísraelsher. Mönnum þótti með öllu óásættanlegt að Noregur, sem um árið fóstraði hið heillum horfna Oslóarsamkomulag um frið í Palestínu, tengdist þannig ríkishryðjuverkum Ísraels.

Sádi-Arabar hafa nýlega lagt fram nokkuð skynsamlegar friðartillögur sem fela í sér að Ísraelar dragi allt herlið sitt frá svæðinunum sem þeir hernámu 1967. Á móti viðurkenna arabaríkin tilvist Ísraels og taka upp vinsamlegri samskipti. Leiðtogar heimsins hafa ásamt arabaheiminum fagnað þessu útspili og hershöfðinginn Sharon sagði við Javier Solana fulltrúa Evrópusambandsins að hann væri reiðubúinn að skoða málið. Í ljósi fyrri aðgerða ætla ég að leyfa mér að efast um friðarvilja Sharons en vona svo sannarlega að hann taki á endanum einhverjum sönsum áður en hann leiðir allsherjar tortímingu yfir landið helga.

Eiríkur Bergmann Einarsson. Pistill þessi birtist á Kreml.is.

Kreml.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli