Frétt

mbl.is | 16.11.2006 | 08:18Hálslón fullt af bleikju og griðastaður gæsa

"Ég hef oft verið að hugsa um þessi mál sem jarðfræðingur og jöklafræðingur og í fyrstunni hallaðist ég að því að þarna væri verið að fara illa með land," sagði Sverrir í samtali við Morgunblaðið. "Þegar grannt er skoðað eru þó jákvæðir fletir á málinu. Mín skoðun á þessu byggist á því að ég er veiðimaður, búinn að vera með byssu í hendinni í meira en hálfa öld og drepa gæsir, rjúpur og hreindýr þarna. Ég hef veitt í vötnum og lækjum alveg upp undir jökli margoft, ýmist dorgað eða hent út neti og alltaf fengið vænan silung. Einnig þekki ég vötn sem myndast hafa í lónstæðum erlendis og veit að betri veiðistaðir eru varla til. Hálslón mun fyllast af fiski þegar fram líða stundir og þar mun verða stór bleikja, án þess að nokkur ræktun eð grisjun komi til. Það renna svo margir lækir og ár sem full eru af smáfiski í Hálslón að það er enginn vafi í mínum huga að þarna verður fiskur. Aurgruggið úr Jöklu mun ekki koma í veg fyrir það."

Engin vörn betri fyrir tófunni
"Annað sem er jákvætt í mínum huga við lónið er að það mun verða gríðargott verndarsvæði fyrir heiðagæs sem verpir þarna, bítur meira gras en við látum okkur detta í hug og er í tugþúsunda tali á þessu svæði. Gæsirnar þurfa vörn þegar þær fara í felli, þ.e. eru í sárum og ófleygar. Engin vörn er betri fyrir allar þessar þúsundir fugla heldur en stórt og gott stöðuvatn. Hvorki tófan né maðurinn ná í þær þar, nema einhver bófi á hraðbát elti þær, en það þekkist nú á Lagarfljótinu líka. Ég á satt að segja von á að áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar verði gjöfular veiðilendur og gott verndarsvæði."

Sverrir segist ekki hafa velt afdrifum hreindýranna á svæðinu fyrir sér sérstaklega en að hans mati aðlagi þau sig eins og fuglar alveg ótrúlega. Þau virðist sætta sig við umferð, lyktarskynið sé í fyrirrúmi en sjón takmörkuð og hann sé því ekki hræddur um að dýrin svelti eða flýi langt í burtu.

"Þetta er þversniðið af því sem mér finnst vera jákvætt. Öll umræða um Hálslón og Kárahnjúkavirkjun hefur verið mjög neikvæð og það má að ósekju skjóta því inn á ská til fólks að þarna séu nokkrir jákvæðir punktar sem vert sé að skoða með opnum huga án þess að láta fordóma vera í vegi fyrir sér. Mannanna verk og náttúran aðlagast gjarnan og svo verður einnig í þessu tilfelli."

Í framhjáhlaupi segist Sverrir aldrei þessu vant ekkert hafa veitt í haust því hann búi sig undir uppskurð á byssuöxlinni. Hann eigi hins vegar nóg af byssum til að fægja og snurfusa enda ötull byssusafnari til margra ára sem taki öllum gömlum byssum fagnandi. Synir hans muni væntanlega færa honum villibráð í jólamatinn þetta árið í sárabætur enda byssumenn eins og faðir þeirra.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli