Frétt

bb.is | 15.11.2006 | 14:23Mótmæla flutningi á veghaldi safnvega

Hólmavík.
Hólmavík.
Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur mótmælt því harðlega að ábyrgð á safnvegum og hluta tengivega verði flutt yfir á sveitarfélagið. Að því er fram kemur í skýrslu sveitarstjóra, sem var lögð fram á fundi sveitarstjórnar í gær, var ekkert samband haft við sveitarfélagið til þess að kynna þessar hugmyndir, lýsa umfangi verkefnisins eða hvernig eigi að fjármagna þau. „Eigi sveitarfélagið að taka við verkefninu þarf að liggja fyrir nákvæm lýsing á umfangi þess og útfærsla á fjármögnun“, segir í mótmælum sem sveitarstjóri sendi samgönguráðuneytinu. Frestur var gefin til athugasemda til 8. nóvember og segir í skýrslu sveitarstjóra að ætla megi að erindið hafi farið framhjá einhverjum sveitarfélögum þar sem ekki hafi verið send bréf til að kynna breytingarnar heldur hefði ráðuneytið einungis birt fréttatilkynningu um verkefnið á vef sínum.

Að því er fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins felst meginbreytingin í því að lagður er til nýr vegflokkur, sveitarfélagsvegir, en innan þess flokks eru vegir sem ekki teljast þjóðvegir en eru í umsjón sveitarfélaga, og teljast til þeirra götur innan þéttbýlis og héraðsvegir sem er nýmæli. Héraðsvegir eru vegir sem í núgildandi lögum kallast safnvegir eða í daglegu tali afleggjarar heim að einstökum bæjum ásamt hluta tengivega en tengivegir eru t.d. hinir dæmigerðu sveitavegir sem tengja viðkomandi sveitir við meginvegakerfið. Lagt til að veghald þeirra vega verði alfarið hjá sveitarfélögum og gert er ráð fyrir að áfram verði fjárframlag til þeirra ákvarðað í vegáætlun með svipuðu sniði og verið hefur en þó þannig að lágmarksframlag til þeirra verði tryggt sem 5% af mörkuðu tekjum vegamála.

Samkvæmt drögunum er sveitarfélögum jafnframt tryggð heimild til að leggja á sérstakt vegtengigjald, nokkurs konar gatnagerðargjald, til lagningar héraðsvega fyrst og fremst heim að nýjum íbúðum eða býlum sem eru án tengingar í dag fjarri meginvegakerfinu.

Í tilkynningu segir þá m.a.: „Lagt er til að flokkun vega endurspegli betur en nú þær áherslur sem markaðar hafa verið í samræmi við lög um samgönguáætlun og endurspegla breyttar þarfir samfélagsins.“

eirikur@bb.is


bb.is | 09.12.16 | 17:17 Í æfingabúðum á Ítalíu

Mynd með frétt Um þessar mundir eru þrír Íslenskir skíðagöngumenn í æfingabúðum á vegum FIS á Ítalíu. Hópurinn samanstendur af Ísfirðingnum og gönguskíðakappanum Alberti Jónssyni, gönguskíðaþjálfara Skíðafélags Ísfirðinga Steven Gromatka, og Kristrúnu Guðnadóttur frá skíðafélaginu Ulli. Æfingabúðirnar eru nýjar fyrir Skíðasamband Íslands, en ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 16:49Blakveisla á helginni

Mynd með fréttÍ dag kl. 20:00 etja kappi okkar konur í blaki og Ýmir í 1. deild Íslandsmótsins og má reikna með skemmtilegri baráttu. Blaklið Vestra koma vel undan sumri þetta árið og rífandi gangur hjá báðum liðum. Kvennaliðið er núna í fjórða ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 15:54Hefja gerð Menningarstefnu Vestfjarða

Mynd með fréttAðalfundur Félags vestfirskra listamanna verður haldinn á Edinborg Bistró næstkomandi þriðjudag og mætir til þingsins Skúli Gautason sem nýverið tók við starfi menningarfulltrúa Vestfjarða. Mun Skúli segja frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða sem hefur á ný auglýst eftir umsóknum og verður með opið ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 14:50Stjórnvöld og Seðlabanki leiti lausna

Mynd með fréttGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, tekur undir með áhyggjuröddum að sterkt gengi krónunnar hafi slæm áhrif á útflutningsfyrirtæki. Hann segir uppsagnir líkar þeim sem voru gerðar hjá Kampa í gær hafa legið í loftinu. „Það er mikið áhyggjuefni þegar fyrirtæki með ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 13:25Verulegur aukakostnaður vegna barnaverndar

Mynd með fréttFram kemur í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar að árið 2016 skeri sig úr vegna mikils kostnaðar við barnavernd. Ástæðan er fyrst og fremst veruleg hækkun lögfræðikostnaðar vegna málarekstrar og hækkun vistunarkostnaðar. Í áætlun kemur fram að ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 11:45Nú í höndum fjárlaganefndar

Mynd með fréttFyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir 2017 er nú lokið og fjárlaganefnd hefur fengið frumvarpið aftur til meðhöndlunar. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í morgun og næsti fundur er boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum bb.is mun verða lögð fram tillaga um að ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 10:59Í lausu lofti á Vestfjörðum

Mynd með fréttÍ nýútkomnu tónlistarmyndbandi Peter Piek við lagið 1st Song má sjá tónlistarmanninn ásamt fjölda annarra hoppandi um víðan völl. Landslag, aðstæður og jafnvel einstaklingar koma kunnuglega fyrir sjónir, því myndbandið var tekið upp hér á landi og að stórum hluta á ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:33Styrking krónu kallar á agaðri hagstjórn

Mynd með fréttÍ gær bárust fréttir af því að Kampi á Ísafirði hefði sagt upp sjö manns vegna erfiðs reksturs sem rekja má til sterkrar stöðu íslensku krónunnar gagnvart breska pundinu. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir styrkingu krónunnar ískyggilega þróun: „Þetta er ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:01Voru gestir á finnska forsetaballinu

Mynd með fréttÍsfirðingnum Huldu Leifsdóttur og eiginmanni hennar Tapio Koivukari var boðið á forsetaball finnska forsetans í tilefni þjóðhátíðardags Finna. Ballið var haldið í forsetahöllinni í Helsinki 6. desember. Hulda er búsett í Finnlandi, en Tapio, maður Huldu, er rithöfundur og fékk í ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 07:41Launahækkanir kennara kosta um 46,1 milljónir

Mynd með fréttHeildaráhrifin af kjarasamningunum kennara nema um 46,1 milljónum króna fyrir Ísafjarðarbæ. Samkvæmt nýgerðum kjarasamningum við grunnskólakennara fela samningarnir í sér 7,5% launahækkun frá 1. des 2016, og 3,5% hækkun frá 1. mars 2017. Auk þess felur samningurinn í sér að greiða ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli